Rúi og Stúi - styrktarsýningar fyrir Kópavogsdeild hjá Leikfélagi Kópavogs

17. nóv. 2009

Kópavogsdeild Rauða krossins og Leikfélag Kópavogs eru í samstarfi í tengslum við barnasýninguna Rúa og Stúa sem leikfélagið sýnir. Þriðjungur af andvirði hvers miða á sýninguna fer til styrktar barna- og ungmennastarfi Kópavogsdeildar. Leikhúsgestir geta þannig slegið tvær flugur í einu höggi, stutt börn og ungmenni í gegnum hjálparstarf Rauða krossins og notið bráðskemmtilegrar leiksýningar.

Markmið samstarfsins er meðal annars að efla samstarf félagasamtaka i Kópavogi. Miðaverð er 1.500 krónur og af hverjum miða fara 500 krónur í barna- og ungmennastarfið. Hægt er að panta miða með því að hafa samband við leikfélagið í síma 554 1985 eða með tölvupósti á mið[email protected]