Handverk til sölu í sjálfboðamiðstöðinni

19. nóv. 2009

Enn er handverk til sölu í sjálfboðamiðstöðinni frá því á handverksmarkaðinum um síðustu helgi. Það má meðal annars finna prjónaðar peysur á góðu verði, trefla, vettlinga, sokka og húfur. Þá eru einnig saumaðar jólasvuntur og –smekkir til sölu. Handverk frá Mósambík er líka í boði, eins og skartgripir, töskur og batik-myndir. Hægt að gera góð kaup í sjálfboðamiðstöðinni og styrkja í leiðinni gott málefni. Allur ágóðinn rennur til neyðaraðstoðar innanlands.

Prjóna- og saumavörurnar eru gerðar af sjálfboðaliðum deildarinnar í verkefninu Föt sem framlag. Verkefnið er margþætt og sinna sjálfboðaliðar alls konar störfum sem miða að því að nýta föt til að aðstoða aðra. Hægt er að fá frekari upplýsingar um verkefnið með því að smella hér eða hafa samband við deildina í síma 554 6626.