Fræðslukvöld vegna liðsauka

23. nóv. 2009

Miðvikudaginn 25. nóvember kl. 19.30-21.00 verður haldin kynning á liðsauka í sjálfboðamiðstöð deildarinnar að Hamraborg 11, 2. hæð. Þar verður neyðaraðstoð Rauða krossins kynnt, hlutverk liðsauka útskýrt og kynning á starfsemi deildar. Neyðarvarnakerfi Rauða krossins byggir á því að fólk eigi rétt á tafarlausri aðstoð í kjölfar náttúruhamfara og slysa. Mikil áhersla er lögð á að alls staðar á landinu megi finna hóp fólks sem þjálfaður er í að bregðast við með því að skjóta skjólshúsi yfir fólk, skrá það og veita alla fyrstu aðstoð.

Kynningarfundur þessi er grundvöllur þess að kraftar sjálfboðaliða nýtist sem best í neyðarvarnakerfi Rauða krossins.

Þeir sem ekki hafa nú þegar skráð sig sem liðsauka en vilja kynna sér verkefnið á fræðslukvöldinu eða starfsemi deildarinnar geta haft samband við deildina í síma 554 6626 eða með tölvupósti á [email protected]. Allir velkomnir!