Sjálfboðaliðagleði á morgun, föstudag, í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliðans

3. des. 2009

Sjálfboðaliðum Kópavogsdeildar er boðið á kvöldskemmtun 4. desember kl. 19.30-21.30 í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliðans. Við hvetjum því alla sjálfboðaliða okkar til að mæta og eiga skemmtilega kvöldstund saman í sjálfboðamiðstöðinni.

Dagskrá:
• Þórarinn Eldjárn rithöfundur les brot úr bók sinni, Alltaf sama sagan.

• Eldhugar flytja frumsamin ljóð.

• Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs flytja vel valin lög.

• Jón Kalman Stefánsson rithöfundur les upp úr bók sinni, Harmur englanna.

• Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar slá botninn í dagskrána með þvi að syngja, spila á gítar og stýra fjöldasöng.