Héldu tombólur til styrktar Rauða krossinum

10. apr. 2012

Stuðningur tombólubarna á hverju ári er Rauða krossinum ákaflega mikils virði og er félagið þakklátt fyrir eljuna og dugnaðinn sem liggur að baki hverri tombólu.

Stúlkurnar á meðfylgjandi mynd héldu tvær tombólur á Höfn í Hornafirði nýlega. Tombólurnar voru haldnar til styrktar Rauða krossinum og söfnuðust alls 5.430 krónur. Stúlkurnar heita Dagmar Lilja Óskarsdóttir, Petra Rós Jóhannsdóttir, Nína Dögg Jóhannsdóttir og Karen Ása Benediktsdóttir.

 Að sögn Valgerðar Hönnu hjá Hornafjarðardeild Rauða krossins skiptir hver króna máli og vildi hún koma á framfæri þakklæti til þessara duglegu stúlkna.