Rauði krossinn á Hornafirði býður 10. bekk á skyndihjálparnámskeið

1. jún. 2012

Frétt frá Grunnskóla Hornafjarðar:

Rauða krossins í Hornafirði hefur í nokkur ár boðið 10. bekk á skyndihjálparnámskeið.

Þessi styrkur Rauða krossins er dýrmætur stuðningur við skólastarfið en ekki síst nemendur sem eru t.d. margir hverjir komnir með æfingarleyfi og farnir að undirbúa bílprófið. Það er alltaf gott að hafa grunnþekkingu í skyndihjálp í farteskinu og eftir því sem maður eldist er líklegra að maður þurfi að taka ábyrgð á fyrstu viðbrögðum á slysstað. Það var Ásgerður Gylfadóttir sem sá um námskeiðið fyrir hönd Rauða krossins.

Grunnskóli Hornafjarðar þakkar Hornafjarðardeild Rauða krossins fyrir góðan stuðning og vonast eftir áframhaldandi góðu samstarfi.