14. des. 2004 : Fatagjafir koma að góðum notum í Kabúl

Rauði kross Íslands sendi föt til Afganistan. Hluti fatasendingarinnar var sérstaklega flokkaður og pakkaður fyrir börn á sjúkrahúsi sem Steina Ólafsdóttir sendifulltrúi Rauða krossins vann á.
Rauði kross Íslands stóð fyrir fatasöfnun á Lækjartorgi í maí sl. þar sem óskað var eftir hlýjum fatnaði á konur og börn í Afganistan. Almenningur brást vel við og söfnuðust um 10 tonn af fatnaði.

Þremur vikum síðar lenti á flugvellinum í Kabúl flugvél frá utanríkisráðuneytinu full af hjálpargögnum frá Rauða krossi Íslands og Hjálparstarfi kirkjunnar. Örn Ragnarsson formaður fataflokkunarstöðvar Rauða kross Íslands var með í för og afhenti fulltrúum Alþjóðasambands Rauða krossins og Indira Ghandi barnaspítalans hjálpargögnin.

3. nóv. 2004 : Götubörn í Mósambík

Hjördís vann sem sendifulltrúi fyrir Rauða kross Íslands í Mósambík.

28. okt. 2004 : Skóli fyrir heyrnarlaus börn í Palestínu

Hlér starfaði sem sendifulltrúi í Palestínu. Hann skrifaði þessa grein fyrir Alþjóðasamband Rauða krossins og birtist hún á vef í ágúst 2004.

8. okt. 2004 : Milljón sjálfboðaliðar og öflug neyðaraðstoð en þörf á uppbyggingu

Ómar Valdimarsson við störf sín í Austur Tímor.
Sendifulltrúar Rauða kross Íslands veita ýmist neyðaraðstoð í kjölfar náttúruhamfara eða stríðsátaka eða þeir aðstoða landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans við að byggja upp starfsemi sína. Helstu verkefni í þessari þróunaraðstoð eru á sviði heilsugæslu, neyðarvarna og neyðaraðstoðar og við útbreiðslu mannúðarhugsjónar Rauða kross hreyfingarinnar en einnig á sviði fjármála og uppbyggingar landsfélaganna.  

8. okt. 2004 : Sjúkdómsgreining er lykillinn að því að bæta líf veikra barna

Hlér starfaði sem sendifulltrúi í Palestínu. Hann skrifaði þessa grein fyrir Alþjóðasamband Rauða krossins og birtist hún á vef í júní 2004.

29. sep. 2004 : Hjálparstarf í kapphlaupi við tímannGunnar Hersveinn er blaðamaður á Morgunblaðinu og birtist grein þessi í blaðinu 19. september 2004.

19. sep. 2004 : Þögn áfallsins víkur fyrir hamarshöggum

Sólveig Ólafsdóttir sendifulltrúi Rauða krossins við störf sín í Grenada.
Grenada-búar hafa orðið fyrir miklu áfalli. Áður var þess friðsæla eyja í Karabíska hafinu paradís á jörðu. Fellibylur hafði ekki herjað á eyjuna í tæplega hálfa öld og því var fólk alls ekki búið undir þær hrikalegu hamfarir sem dundu þar yfir 7. september.

Fellibylurinn Ivan, sem hefur einnig gengið undir nafninu Ivan grimmi, þaut yfir eyjuna með gríðarlegum látum og eyrði engu. Níu af hverjum tíu byggingum eyjarinnar hafa orðið fyrir skemmdum, rafmagnið er farið og vatnsbirgðir voru af mjög skornum skammti fyrstu dagana eftir að ósköpin dundu yfir. Flest samskiptakerfi liggja niðri, allar símalínur og flestar farsímastöðvar eru ónýtar og engir fjölmiðlar ? hvorki útvarp, sjónvarp né dagblöð ? hafa starfað í landinu síðan bylurinn gekk yfir.