29. sep. 2004 : Hjálparstarf í kapphlaupi við tímannGunnar Hersveinn er blaðamaður á Morgunblaðinu og birtist grein þessi í blaðinu 19. september 2004.

19. sep. 2004 : Þögn áfallsins víkur fyrir hamarshöggum

Sólveig Ólafsdóttir sendifulltrúi Rauða krossins við störf sín í Grenada.
Grenada-búar hafa orðið fyrir miklu áfalli. Áður var þess friðsæla eyja í Karabíska hafinu paradís á jörðu. Fellibylur hafði ekki herjað á eyjuna í tæplega hálfa öld og því var fólk alls ekki búið undir þær hrikalegu hamfarir sem dundu þar yfir 7. september.

Fellibylurinn Ivan, sem hefur einnig gengið undir nafninu Ivan grimmi, þaut yfir eyjuna með gríðarlegum látum og eyrði engu. Níu af hverjum tíu byggingum eyjarinnar hafa orðið fyrir skemmdum, rafmagnið er farið og vatnsbirgðir voru af mjög skornum skammti fyrstu dagana eftir að ósköpin dundu yfir. Flest samskiptakerfi liggja niðri, allar símalínur og flestar farsímastöðvar eru ónýtar og engir fjölmiðlar ? hvorki útvarp, sjónvarp né dagblöð ? hafa starfað í landinu síðan bylurinn gekk yfir.