1. júl. 2005 : Enn veitt aðstoð til fórnarlamba flóðbylgnanna í Sri Lanka

Fatima og fjölskylda hennar.
Átök milli hersveita stjórnvalda og frelsishers Tamila hafa markað djúp spor í líf fólks í Tincomalee-héraði í Sri Lanka þrátt fyrir að samið hafi verið um vopnahlé árið 2002. Fólk hefur misst heimili sín, aðrir hafa týnst og fjölskyldur hafa sundrast. Margir hafa misst ástvini, heimili og lífsviðurværi síðustu ár og hafa orðið fyrir miklu sálfræðilegu tjóni vegna stríðsátakanna.

Þetta fólk varð svo fyrir enn einu áfallinu 26. desember sl. þegar flóðbylgjan mikla skolaði burtu strandbæjum víðs vegar á Sri Lanka. Þorp voru jöfnuð við jörðu og nærri 40 þúsund manns létu lífið. Um 500 þúsund manns á eyjunni misstu heimili sín.