25. nóv. 2005 : Starf Rauða krossins með þorpsbúum í Mósambík

Hlín er sendifulltrúi Rauða kross Íslands í Mósambík.

22. nóv. 2005 : Hjúkrun í Pakistan

Hildur Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur fór til Pakistans í október 2005. Hún stýrir hjúkrun í sjúkrahúsi Alþjóðasambandsins í Abbottabat.

Meðfylgjandi eru myndir sem hún sendi í nóvember.

21. nóv. 2005 : FACT teymi til Suður Súdan

Sigurður Pálsson fór í FACT (field assessment and coordination team) ferð til Suður-Súdan. Hann var í teymi sem hafði það hlutverk að meta aðstæður á vettvangi og skipuleggja fyrstu verkefni Alþjóðasambandsins á svæðinu. Þessar ferðir eru í eðli sínar stuttar (1 vika - 1 mánuður að jafnaði).

Hann sendi myndir sem hægt er að sjá hér í PDF

17. nóv. 2005 : Rauði krossinn treystir á konur í heilbrigðisgeiranum til að bæta heilbrigðiskerfið í Pakistan

Asnar eru notaðir við dreifingu tjaldanna í Balakot og nágrannaþorpin.
Alþjóða Rauði krossinn hefur hafið dreifingu tjalda og annarra nauðsynja til um 200 kvenna í heilbrigðisgeiranum í Pakistan sem búa víðs vegar í norðvesturhéraðinu þar sem jarðskjálftinn 8. október hafði mest áhrif. Yfirleitt veita þessar konur heilbrigðisþjónustu til afskekktra fjallaþorpa en margar þeirra hafa ekki getað haldið henni úti eftir jarðskjálftann. Stuðningur Alþjóða Rauða krossins tryggir að konurnar geti haldið henni úti frá 200 mismunandi stöðum í héraðinu.

Konurnar eru hluti af heilbrigðisneti landsins og hafa fengið þjálfun í að veita grunnþjónustu og fyrstu hjálp, taka þátt í að fræða fólk um hreinlæti og forvarnir gegn sjúkdómum. Þá veita þær einnig mikilvæga þjónustu hvað varðar heilsu kvenna.

15. nóv. 2005 : Pakistan - lífsauðs gætt í grjótinu

Sólveig er sendifulltrúi í Pakistan og vinnur sem upplýsingafulltrúi.

14. nóv. 2005 : Útbreiðsla sjúkdóma ógnar fórnarlömbum jarðskjálftans

Sólveig er sendifulltrúi í Pakistan og vinnur sem upplýsingafulltrúi.

7. nóv. 2005 : Hátíðarstemmning í Hindane

 
Nýja skrifstofa Rauða krossins í Hindane vígð 21. október, á degi rigningarinnar en það hefur varla rignt neitt að ráði síðan árið 2002, þannig að þetta var mikill gleðidagur.
Sjálfboðaliðar Rauða kross deildarinnar í Hindane í Mósambík vígja nýtt húsnæði. 

Það er ekki úr vegi, nú í byrjun vetrar, að láta hugann reika suður fyrir miðbaug þar sem sumarið er rétt að byrja.

Mósambíski Rauði krossinn hélt nýlega árlegan fund með samstarfsfélögum og tóku þátt í þeim fundi tveir fulltrúar frá Rauða krossi Íslands. Ferðin var jafnframt notuð til að heimsækja heilsugæsluverkefni sem Rauði kross Íslands hefur stutt frá árinu 2000, ásamt Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ). Mósambík er eitt af þróunarlöndum sem íslensk stjórnvöld hafa stutt í fleiri ár.