Fjárskortur hamlar blóðsöfnun Rauða krossins í Mongólíu
Harður vetur í vændum í Mongólíu eftir þurrkasumar
Rannsóknir benda til þess að harður vetur og vor kunni að fylgja í kjölfar þurrkasumars í Mongólíu. Rauði krossinn bregst við þessum erfiðleikum með ýmsum hætti.
Íslenskur sendifulltrúi tekur þátt í kennslu fyrir hermenn í Búrúndí
Blóðgjöf og heyöflun helstu áhersluverkefni í Mongólíu
Sólveig Þorvaldsdóttir til neyðarstarfa í Pakistan
Sólveig Þorvaldsdóttir jarðskjálftaverkfræðingur hélt til Pakistan í dag til neyðarstarfa á vegum Rauða kross Íslands vegna flóða í suðurhluta landsins.
Við öðlumst þekkingu og færni sem nýtist líka þegar við förum út í samfélagið aftur
Rauði krossinn fræðir fanga í Mongólíu um alnæmi og önnur heilbrigðismál ásamt því að aðstoða þá við að aðlagast lífinu utan fangelsisveggjanna eftir afplánun refsingar.
Að haga sér í samræmi við aðstæður
Öryggis- og streitustjórnunarnámskeið var haldið fyrir Veraldarvakt Rauða krossins í Bláfjöllum helgina 4. - 6. maí. 19 þátttakendur sóttu námskeiðið en markmið þess var að undirbúa sendifulltrúa fyrir störf á vettvangi.
Sjálfboðaliðar aðstoða þá sem eiga um sárt að binda vegna sprenginga í Mapútó
Hólmfríður Garðarsdóttir sendifulltrúi tekur þátt í uppbyggingarstarfinu eftir hamfarirnar í Mósambík
Hólmfríður Garðarsdóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir heldur til starfa sem sendifulltrúi Rauða krossins í Mósambík 2. maí. Hólmfríður mun næstu sex mánuði hafa yfirumsjón með og starfa að samhæfingu verkefna á sviði lýðheilsu og heilsugæslu á vegum Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) vegna neyðarástands sem skapaðist í kjölfar flóða og fellibylja í landinu í febrúar síðastliðinn. Starfið er þáttur í uppbyggingarstarfi í framhaldi af neyðaraðstoð sem veitt var strax eftir hamfarirnar.
Hólmfríður mun starfa með landsfélagi Rauða krossins í Mósambík í náinni samvinnu við þarlend heilbrigðisyfirvöld að skipulagningu verkefna á sviði heilsugæslu, skyndihjálpar og neyðarviðbragða. Nína Helgadóttir verkefnisstjóri Rauða kross Íslands í sunnanverðri Afríku, sem er með aðsetur í Mósambík, hefur einnig tekið þátt í samhæfingu hjálparstarfsins. Rauði kross Íslands hefur lagt þrjár milljónir króna til viðbótar við þriggja milljóna króna framlag ríkisstjórnar Íslands til að styðja við starf mósambíska Rauða krossins vegna hamfaranna.
Mongólía í kulda og sól
Á leið til hjálparstarfa í Búrúndí
Hrafnhildur Sverrisdóttir er á leið til Búrúndí til starfa á vegum Rauða krossins. Starf hennar felur í sér heimsóknir í fangelsi, leitarþjónustu og kynningu á alþjóða mannúðarlögum í samvinnu við Rauða krossinn í Búrúndí.