Rauði krossinn styður jafningjafræðslu í Malaví
Frá árinu 2002 hefur Rauði kross Íslands veitt Rauða krossinum í Malaví fjárhagslega og tæknilega aðstoð vegna alnæmisverkefnis í Nkalo í Chiradzulu héraði í suðurhluta landsins.
Verkefni til að bæta matvælaöryggi í Malaví
Rauði kross Íslands hefur um nokkurra ára skeið stutt alnæmisverkefni malavíska Rauða krossins í Chiradzulu héraði í suðurhluta Malaví.
Einstakur árangur í baráttunni við malaríu í Sambíu
Samkvæmt nýjum upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) hefur dauðsföllum af völdum malaríu fækkað um 66% í Sambíu.
Íslenskur sendifulltrúi Rauða krossins á leið til Íraks
Valgerður Grímsdóttir, hjúkrunarfræðingur, heldur til Íraks þann 7. maí á vegum Rauða kross Íslands til að starfa fyrir Alþjóða Rauða krossinn. Valgerður verður staðsett í borginni Najaf, sem er um 160 km suður af Bagdad.
Valgerður mun vinna við sjúkrahúsið í borginni, einkum við þjálfun innlendra heilbrigðisstarfsmanna og við eflingu bráðaþjónustu þar. Valgerður hefur tvisvar áður unnið sem sendifulltrúi fyrir Rauða kross Íslands - í bæði skiptin í Pakistan: árið 1996 í borginni Quetta og svo í Kasmírhéraði árið 2005 vegna jarðskjálfta sem grönduðu um 80.000 manns.
Tveir íslenskir sendifulltrúar taka þátt í hjálparstarfi vegna flóða í Namibíu
Rúmlega hálf milljón manns í Namibíu og Angóla hefur orðið fyrir miklu tjóni vegna mestu flóða sem orðið hafa í Sambesí fljóti í fjörutíu ár. Þúsundir hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín og hafast nú við í búðum þar sem mikil hætta er á sjúkdómum. Sex vikur eru liðnar frá því að flóðin hófust og um það bil 54.000 manns bíða þess enn að geta snúið aftur heim til sín.
Tveir sendifulltrúar frá Rauða krossi Íslands, þau Baldur Steinn Helgason og Huld Ingimarsdóttir, taka þátt í hjálparstarfinu. Þau hafa umsjón með flutningi á bílum og neyðargögnum frá Harare til neyðaraðstoðarteymis breska Rauða krossins í Caprivi-héraði í Namibíu. Hjálpargögnin eru ætluð um 12,000 fórnarlömbum flóðanna í fimm búðum.