Sendifulltrúi Rauða kross Íslands metur neyðarástand í Sýrlandi
Kristjón Þorkelsson sérfræðingur í vatns- og hreinlætismálum fór til Sýrlands á laugardaginn til að meta alvarlegt ástand vegna þurrka í Sýrlandi og finna leiðir til úrbóta. Eftir það mun Alþjóða Rauði krossinn ákveða hvort gefið verði út alþjóðlegt neyðarkall. Talin er hætta á alvarlegum skorti á drykkjarvatni á næstu vikum og rafmagnsleysi verði ekki breyting á ástandinu.
Langvarandi þurrkar í austurhluta Sýrlands hafa hrakið fólk úr sveitum í útjaðra borga og bæja þar sem ekki eru skilyrði til búsetu. Við slíkar aðstæður er mikil hætta á allkonar smitsjúkdómum þar sem heilbrigðisþjónustu er ábótavant og skortur er á drykkjarvatni. Þúsundir manna hafa nú hrakist frá heimilum sínum en 1,3 milljónir manna eru mjög illa staddir vegna skorts á vatni.
Ormur í drykkjarvatni
Dagur í eþíópsku fangelsi er ein birtingarmynd Genfarsamninganna, sem hafa verndað fórnarlömb átaka í 60 ár
Uppbygging sjúkrahúss í Afganistan
Frá því í lok júní á þessu ári hefur Magnús H. Gíslason verkfræðingur og sendifulltrúi Rauða kross Íslands starfað á vegum Alþjóða Rauða krossins við að endurnýja raflagnir í Mirwais sjúkrahúsinu í Kandahar í suðausturhluta Afganistans.
Sjúkrahúsið er aðalverkefni Alþjóða Rauða krossins í Kandahar
„Megnið af starfsemi Alþjóða Rauða krossins í Kandahar tengist Mirwais sjúkrahúsinu með einhverjum hætti. Þetta er mjög stór spítali, sem byggt var af Kínverjum upp úr 1970 á sjö hektara lóð. Alls eru þar 400 sjúkrarúm, en fjölgar síðar í 550 rúm. Spítalinn þjónar um það bil 3,5 milljónum manna, aðallega héruðunum Kandahar og Helmand,“ segir Magnús, en hlutverk hans við enduruppbyggingu sjúkrahússins felst meðal annars í því að fara yfir teikningar, bjóða verk út til verktaka og hafa eftirlit með þeim. Gert er ráð fyrir því að verkefni Magnúsar taki um það bil 6 mánuði.