Nemendur í Réttarholtsskóla fræddust um hjálparstarfið á Haítí

3. maí 2010

Nemendur í tíunda bekk Réttarholtsskóla fengu á dögunum heimsókn frá Rauða krossinum en Lilja Steingrímsdóttir sendifulltrúi sagði þeim frá störfum sínum á Haíti eftir jarðskjálftana þar. Lilja sýndi þeim myndir frá hjálparstarfinu og svaraði spurningum nemenda.

Þó nokkuð hefur verið um það undanfarið að skólar hafi leitað til Rauða krossins með fræðslu um hjálparstarfið á Haítí eða önnur verkefni Rauða krossins.