Stund milli stríða í Suður-Súdan

22. jan. 2015

Elín Oddsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi, er stödd í Suður-Súdan um þessar mundir. Þar starfar hún við færanlegar heilsugæslustöðvar eða „heilsugæslur á hjólum.“

Elín er hluti neyðarskurðlæknateymis sem framkvæmir bráðaaðgerðir á fórnarlömbum borgarastríðsins sem ríkir í landinu. Um milljón manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna stríðsins og að minnsta kosti 10 þúsund hafa fallið. Heilbrigðisstarfsfólk Rauða krossins vinnur hörðum höndum við að hjúkra þeim særðu og takmarka skaðann af þessum skelfilegu átökum.

Hér er Elín ásamt samstarfsmönnum sínum að slaka á eftir langan vinnudag. Það er nauðsynlegt að eiga stund milli stríða... og það nokkuð bókstaflega í þessu tilfelli.

Myndband frá Alþjóða Rauða krossinum sem sýnir verkefnið sem Elín starfar við.