• P-NPL0346

Tveir sendifulltrúar í viðbót til Nepal

6. júl. 2015

Rauði kross­inn á Íslandi hef­ur sent tvo nýja sendi­full­trúa til starfa í Nepal. Lilja Óskars­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ur og Ágústa Hjör­dís Krist­ins­dótt­ir bráðahjúkr­un­ar­fræðing­ur eru komnar til Chaut­ara í norður­hluta Nepal þar sem þær koma til með að starfa við tjald­sjúkra­hús norska Rauða kross­ins sem reist var í kjöl­far risa­sjálfta sem skók Nepal þann 25. apríl.

Nú þegar hafa tveir ís­lensk­ir sendi­full­trú­ar starfað í Chaut­ara, Helga Pálma­dótt­ir deild­ar­hjúkr­un­ar­fræðing­ur, sem hef­ur ný­lega lokið sendi­för sinni, og Rík­arður Már Pét­urs­son rafiðnfræðing­ur, sem hef­ur fram­lengt sendi­för sína allt til loka ág­úst­mánaðar.

Lilja er margreynd­ur sendi­full­trúi en hún hef­ur meðal ann­ars starfað fyr­ir Rauða kross­inn í Suður-Súd­an árið 2000 og sinnt heilsu­gæslu í kjöl­far nátt­úru­ham­fara í Pak­ist­an, Haítí og á Fil­ipps­eyj­um. Hún hef­ur einnig dvalið í Eþíópu um nokk­urra ára skeið og er með fram­halds­mennt­un í trú­ar­bragðafræði.

Ágústa Hjör­dís fer í sína fyrstu sendi­för fyr­ir Rauða kross­inn. Hún er sér­fræðing­ur í bráðahjúkr­un og hef­ur starfað við Land­spít­al­ann und­an­far­in ár. Ágústa Hjör­dís stund­ar einnig fram­halds­nám í um­hverf­is- og auðlinda­fræðum við Há­skóla Íslands þar sem hún legg­ur áherslu á um­hverf­is­vá á þró­un­ar­svæðum.