• Helga-nepal-Laxmi

Fimm sendifulltrúar hafa tekið þátt í hjálparstarfinu í Nepal

13. júl. 2015

Ástandið í Nepal er enn mjög erfitt og margir sem enn þarfnast aðstoðar. Rauði krossinn á Íslandi brást við með því að hefja neyðarsöfnun fyrir fórnarlömb jarðskjálftanna og sendi strax á vettvang sendifulltrúa. Landsmenn brugðust mjög vel við neyðarsöfnuninni og söfnuðust vel yfir 40 milljónir króna sem renna óskiptar til hjálparstarfsins í Nepal. Alls hafa fimm sendifulltrúar tekið þátt í hjálparstarfinu og tveir til viðbótar halda utan síðar í júlí.

Lilja Óskarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, og Ágústa Hjördís Kristinsdóttir, bráðahjúkrunarfræðingur, fóru á dögunum til Chautara í norðurhluta Nepal þar sem þær koma til með að starfa á tjaldsjúkrahúsi norska Rauða krossins en það var reist í kjölfar skjálftans. Helga Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur, hefur nýlega lokið sendiför sinni, Ríkarður Már Pétursson, rafiðnfræðingur, hefur framlengt sendiför sína allt til loka ágúst¬mánaðar og Elín Jónasdóttir, sálfræðingur, vann í fjórar vikur með neyðarsveit Alþjóða Rauða krossins við að meta þörf á hættusvæðinu.

Nepalteymid_mai2015-bHjordis_Nepal-2Helga-og-Rikki-NepalLilja-sprautar-Nepal