Sjúkrahús í Abbottabat í Pakistan

Hildi Magnúsdóttur

3. mar. 2006

Hildur Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur vann sem sendifulltrúi í Abbottabat í Pakistan. Hún stýrði sjúkrahúsi Alþjóðasambandsins sem var gjöf frá norska Rauða krossinum. Sjúkrahúsið var opnað þann 26. október eða einungis 18 dögum eftir að jarskjálfinn átti sér stað.

Sjúkrahúsið var sett upp við háskólasjúkrahúsið Ayub sem skemmdist mikið í jarðskjálftanum. Við það sköpuðust vandamál, sjúklingar flúðu út af sjúkrahúsinu og neituðu að fara inn. Einnig var ekki ráðið við þann mikla fjölda nýrra sjúklinga sem slasast höfðu vegna jarðskjálftans.

Hildur var ein þriggja íslenskra hjúkrunarfræðinga sem störfuðu sem sendifulltrúar á sjúkrahúsinu. Hinar voru Marianna Csillag og O. Ragnheiður Þórisdóttir.

Hildur setti saman myndasýningu með skýringum.