Þögn áfallsins víkur fyrir hamarshöggum

Sólveigu Ólafsdóttur í Grenada

19. sep. 2004

Sólveig Ólafsdóttir sendifulltrúi Rauða krossins við störf sín í Grenada.
Grenada-búar hafa orðið fyrir miklu áfalli. Áður var þess friðsæla eyja í Karabíska hafinu paradís á jörðu. Fellibylur hafði ekki herjað á eyjuna í tæplega hálfa öld og því var fólk alls ekki búið undir þær hrikalegu hamfarir sem dundu þar yfir 7. september.

Fellibylurinn Ivan, sem hefur einnig gengið undir nafninu Ivan grimmi, þaut yfir eyjuna með gríðarlegum látum og eyrði engu. Níu af hverjum tíu byggingum eyjarinnar hafa orðið fyrir skemmdum, rafmagnið er farið og vatnsbirgðir voru af mjög skornum skammti fyrstu dagana eftir að ósköpin dundu yfir. Flest samskiptakerfi liggja niðri, allar símalínur og flestar farsímastöðvar eru ónýtar og engir fjölmiðlar ? hvorki útvarp, sjónvarp né dagblöð ? hafa starfað í landinu síðan bylurinn gekk yfir.

En umfram allt hafa þessar hörmungar haft áhrif á hvern einasta íbúa eyjarinnar og skilið þá eftir skelfingu lostna. Öll tré voru jöfnuð við jörðu af þessum öfluga stormi og laufblöðin hafa fokið af þessum trjám. Hús hafa verið lögð í rúst og þau jafnvel lyfst af grunni sínum, þök hafa fokið af og gluggar skemmst. Fyrir þá sem eru utanaðkomandi er eyðileggingin gríðarleg en fyrir íbúa Grenada er hún niðurdrepandi. Það er erfitt að meta hvernig og hvar á að byrja enduruppbyggingu þar sem öll eyjan hefur orðið fyrir jafn miklum áhrifum.

Talið er að um 60 þúsund manns af þeim 95 þúsund sem búa á eynni séu heimilislaus. Sumir hafa flutt inn í þau örfáu hús sem eru óskemmd eða því sem næst. Aðrir geta verið um kyrrt í húsum sínum í 1-2 herbergjum sem eru ennþá óskemmd. Flestir verða hins vegar að leita skjóls í yfirgefnum byggingum eins og kirkjum og skólum. Flest þessara skýla hafa þó einnig skemmst, ekkert vatn er fyrir hendi og ekkert rafmagn á nóttunni. Þetta veitir því ekki mikið athvarf frá þessum hrikalegu afleiðingum sem sjá má utandyra.

Theophilus Francis og fjölskylda hans, sem í eru fimm manns, dvelja í lítilli aðventistakirkju ásamt 40 öðrum. Hús hans gereyðilagðist í fellibylnum eins og flest önnur í hverfinu Morne Tout í höfuðborginni St. Goeroge. ?Þegar fellibylurinn gekk yfir vorum við hjá nágranna okkur en þakið feyktist af húsinu hans þannig að við urðum að koma hingað,? segir hann.

Í þessari kirkju eru 13 fjölskyldur í miklum þrengslum. Allar rúður eru brotnar svo að búið er að setja hlera fyrir gluggana. Það er engin birta innandyra, engin salerni virka og menn geta alls ekki verið þarna í einrúmi. Rúmum og dýnum er raðað þétt saman og fólkið hefur ekkert að gera. ?Við höfum mjög lítið að borða og það eru vandræði með drykkjarvatn,? segor Theophilus. ?Það er erfitt að lifa við svona þröng skilyrði en það erfiðasta er að geta ekki unnið. Fyrir mér er lífi mínu lokið, en við verðum að horfast í augu við þetta.?


Theophilus vinnur yfirleitt sem öryggisvörður en húsnæði fyrirtækisins sem hann vann fyrir er í rúst. Þannig er það reyndar um flest fyrirtæki á eyjunni þannig að þar er enga vinnu að hafa. Allir verða að sjá um sig sjálfir og finna leiðir til að lifa af þangað til búið er að byggja upp aftur það sem nauðsynlegt er að hafa til að halda samfélaginu gangandi. Það er erfitt að fá mat þar sem verslanir eru enn lokaðar og lítið hefur geymst vegna rafmagnsleysis. ?Við getum ekki einu sinni fundið kókoshnetur og banana í trjánum því fellibylurinn feykti öllu slíku burt,? segir hann.

Í litlum einkaskóla í St. George er skilti sem á stendur: ?Maður sem er hreinn er næst Guði.? Í þessum skóla er eitt stórt herbergi og þar dvelja nú átta fjölskyldur. Þetta er nokkuð kaldhæðnislegt í ljósi þess að þarna eru aðeins tvö salerni fyrir þá 45 sem búa þarna, og ekkert baðherbergi ? menn þurfa að baða sig í sjónum. Þá er fólk einnig orðið langþreytt á ástandinu í skýlinu í South Plaza. Þar dvelja nú 200 manns og eru þeir fyrstu íbúarnir í nýju þorpi sem er reyndar langt frá því að vera á stað sem gott er að búa á. Byggingarframkvæmdum er ekki lokið og er steypuryk og lausir vírar út um allt. Þetta gerir umhverfið erfitt, sérstaklega fyrir börn. Fólk er einnig tregt til að skrá sig sem íbúa þessa skýlis og vill frekar koma og fara eins og því hentar án þess að þurfa að leggja sitt af mörkum við þessa uppbyggingu. En ef þeir gera það ekki, eiga þeir ekki rétt á neinni aðstoð.

Starfsfólk Rauða kross Grenada hefur starfað dag og nótt síðan hörmungarnar gengu yfir þrátt fyrir að það hafi sjálft orðið fyrir persónulegu tjóni. Skrifstofur samtakanna gjöreyðilögðust og það hefur reynst erfitt að ná til sjálfboðaliða þar sem öll fjarskipti liggja meira og minna niðri. Terry Charles, framkvæmdastjóri, hefur ásamt fjórum öðrum starfsmönnum unnið allan sólarhringinn við að meta stöðuna og skipuleggja dreifingu hjálpargagna sem systurfélög Rauða krossins hafa sent á svæðið, en þau hafa sýnt einstaka samtöðu nú þegar þörf hefur verið á því. Framlög hafa borist frá St. Lúsíu, Dóminíska lýðveldinu, Trinidad og Tóbagó og Antígúa, og framlög eru á leiðinni frá Barbados og St. Kitts.

Alþjóðasamtök Rauða krossins brugðust einnig skjótt við og sendu tvo menn, annan frá Panama og hinn frá Trinidad, til að styðja við Rauða kross Grenada. Þá hefur Rauði kross Bretlands einnig sent starfslið á vettvang. Starfsliðið er að dreifa hjálpargögnum sem send voru frá neyðarbyrgðunum í Panama ? mest hreinlætisvörur og ábreiður.

Erfitt hefur þó reynst að veit hjálp þar sem vegir hafa víða lokast af völdum rafmagnslína, fallinna trjáa og braks úr húsum sem víða loka vegum. Erfitt er að fá eldsneyti þar sem bensínstöðvar eiga erfitt með að ná í byrgðir og fá dælur til að virka vegna rafmagnsleysis. Sett hefur verið í forgang að útvega bensín fyrir stjórnvöld og þeirra sem eru í hjálparstarfi en það er hvergi nærri nóg. Bæði byrgðastöðvar og vöruhús í nágrenni flugvallarins og hafnarinnar hafa eyðilagst, svo að menn eiga í erfiðleikum með að geyma hjálpargögn. Flugvöllurinn er þó opinn fyrir bæði farþega- og fraktflugi en þó aðeins yfir hábjartan daginn þar sem lendingarljós hafa skemmst.

Þrátt fyrir að mikil örvænting sé ríkjandi í kjölfar þessara hörmunga er fólk að byrja að takast á við lífið framundan. Þjóðin er byrjuð að taka málin í sínar hendur eftir að hafa verið ófær um það fyrstu dagana eftir hörmungarnar. Búið er að ræsa út lið til að hreinsa brak og þögn áfallsins er að víkja fyrir hamarshöggum þar sem fólk er byrjað að gera við hús sín. En þar sem líf flestra á eyjunni hefur breyst mikið er mikil þörf fyrir hjálp frá heimsbyggðinni allri til að Grenada-búar geta byrjað nýtt líf.