Á leið til hjálparstarfa í Búrúndí
Hrafnhildur Sverrisdóttir er á leið til Búrúndí til starfa á vegum Rauða krossins. Starf hennar felur í sér heimsóknir í fangelsi, leitarþjónustu og kynningu á alþjóða mannúðarlögum í samvinnu við Rauða krossinn í Búrúndí.
Hrafnhildur er ráðin til þriggja mánaða frá 25. febrúar til 24. maí 2007 en líklega verður framhald á starfi hennar um 9 mánuði til viðbótar eða þangað til 24. janúar 2008.
Hrafnhildur er frönskumælandi og hefur lokið meistaragráðu í alþjóðasamskiptum. Hún starfaði að samskonar verkefnum með Alþjóðaráði Rauða krossins á Fílabeinsströndinni frá 2005 – 2006.
Hægt er að lesa meira um ástandið í Búrúndí og starf Rauða krossins með því að smella hér: