12. feb. 2015 : 112 dagurinn á Ísafirði

7. nóv. 2014 : Skyndihjálparátak í grunnskólana

Rauði krossinn á Íslandi fagnar 90 ára afmæli í ár og hefur afmælisárið verið tileinkað skyndihjálp

6. okt. 2014 : Rauði krossinn kynnir skyndihjálp í grunnskólum

Rauði krossinn á Íslandi hefur að undanförnu staðið fyrir kynningum á skyndihjálp í grunnskólum landsins.

15. sep. 2014 : Rauði krossinn vekur athygli á Alþjóðlegum degi skyndihjálpar, 13. september

Alþjóðasamband landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans standa að deginum

11. apr. 2014 : Með taktinum hundrað hnoð á mínútu

Rauði krossinn hefur ráðist í útgáfu á skyndihjálparlagi til að vekja athygli á mikilvægi þess að kunna skyndihjálp. 

11. feb. 2014 : 112 dagurinn - fjölbreytt námskeið í Kópavogi

Í dag er 112 dagurinn (einn, einn, tveir ) og af því tilefni vill Rauði krossinn í Kópavogi vekja athygli á námskeiðum í skyndihjálp og mikilvægi þess að kunna skyndihjálp.  Með einu símtali í 112  er svo hægt að virkja á augabragði lögreglu, slökkvilið, almannavarnir, Landhelgisgæsluna, sjúkraflutninga, lækna og hjúkrunarfólk, hjálparlið Rauða krossins og björgunarsveitanna.

Með því að kunna skyndihjálp er hægt að aðstoða og jafnvel bjarga mannslífi og oftar en ekki er það einmitt einhver nákominn þér sem þarf á tafarlausri hjálp að halda vegna slyss eða skyndilegra veikinda. Þá viljum við vekja athygli á skyndihjálparappi Rauða krossins en það býður upp á kennslu í skyndihjálp á mjög aðgenginlegan hátt. Við hvetjum við þig lesandi góður  til að ná þér í appið í símann, niðurhalning á appinu er ókeypis og er að finna á http://skyndihjalp.is/

Námskeið í boði hjá Rauða krossinum í Kópavogi:

Almenn skyndihjálp. Þátttakendur læra grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað.

Slys og veikindi barna. Fjallað er um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Leiðbeint er í skyndihjálp við barnaslysum og áverkum af ýmsu tagi, endurlífgun barna, andlegum undirbúningi við komu barna á sjúkrahús.

Allar nánari upplýsingar um námskeiðin, appið og annað er tengist skyndihjálp er að finna á http://skyndihjalp.is/

15. jan. 2014 : Skyndihjálpin vinsæl

Vel hefur verið sótt í öll skyndihjálparnámskeið Rauða krossins í Reykjavík að undanförnu, svo vel að þurft hefur að bætur við auka námskeiði í febrúar, sem mun fara fram á ensku.

11. feb. 2013 : Björguðu lífi í sláturhúsi

Þeir Grétar Guðmundsson og Steingrímur Stefánsson björguðu vinnufélaga sínum  Sigurði Samúelssyni þegar hann fór í hjartastopp.  Þeir tóku á móti viðurkenningu í tilefni af 112 deginum.

 

Sigurður var við vinnu sem verkstjóri í sauðfjársláturtíð á Húsavík 5. október 2012 þegar hann fór í hjartastopp og féll í gólfið. Grétar heyrði skyndilega öskur í vinnusalnum og gerði sér strax grein fyrir því að eitthvað var að gerast. Hann hleypur á vettvang og sér þá Sigurð liggjandi á gólfinu, og að hann er farinn að blána. Grétar byrjar strax endurlífgun með hjartahnoði ásamt vinnufélaga sínum Steingrími S. Stefánssyni. Á meðan á endurlífguninni stendur virðist Sigurður detta inn annað slagið.

 

Aðstæður á vettvangi voru mjög erfiðar vegna þrengsla og bleytu en þeir Grétar og Steingrímur héldu áfram að hnoða þar til hjálp bars frá lögreglu og sjúkraliði. Sigurði voru svo gefin tvö hjartastuð, og komst fljótlega í gang aftur. Grétar gekk svo í það að rýma til á vettvangi, færa til skrokka og biðja fólk að víkja, svo bera mætti Sigurð út af staðnum í sjúkrabílinn. Óhætt er að segja að þeir félagar björguðu lífi Sigurðar með viðbrögðum sínum.

11. feb. 2013 : Endurlífgun - sýning og kennsla í Kjarnanum Mosfellsbæ

Í tilefni af 112-deginum verða sjálfboðaliðar í Skyndihjálparhóp Rauða krossins með sýningu og kennslu í endurlífgun í Kjarnanum Mosfellsbæ mánudaginn 11. febrúar kl. 17:30-18:30.  Allir geta lent í því að koma á vettvang þegar einhver slasast eða veikist alvarlega og því mikilvægt að vita hvernig á að bregðast við slíkum aðstæðum og geta veitt fyrstu aðstoð.  Mosfellingar eru hvattir til að líta við og fá upplýsingar og leiðsögn í endurlífgun frá skyndihjálparleiðbeinendum Rauða krossins.  Allir fá tækifæri til æfa blástur og hnoð.

11. maí 2012 : Skyndihjálparkennsla hjá Móral

Mórall - ungmennahópur Kjósarsýsludeildar - fékk góða heimsókn nú í vikunni þegar sjálfboðaliðar úr Skímu, skyndihjálparhóp RKÍ, komu á fund hjá þeim.  Krakkarnir fræddust um endurlífgun, eitranir og ýmislegt fleira.  Allir fengu að æfa blástursaðferðina og að setja slasaðan einstakling í læsta hliðarlegu.  Það var gaman að sjá hvað krakkarnir tóku virkan þátt í kennslunni og spurðu margra góðra spurninga sem Skíma svaraði eftir föngum.

23. apr. 2012 : Árið 2011 mikið annaár hjá skyndihjálparhópi höfuðborgarsvæðis

Árið 2011 sinnti Skyndihjálparhópur Rauða krossins í Reykjavík sjúkragæslu á samtals 27 framhaldsskólaböllum. Að meðaltali voru fimm sjálfboðaliðar á hverju balli en flest böllin voru haldin á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. Algengast var að dansleikirnir voru frá klukkan 22:00 til 01:00 en lengur ef um árshátíð skólans var að ræða. Hópstjórar skyndihjálparhópsins Arna Garðarsdóttir og Anna Eir Guðfinnudóttur segja að samstarfið við nemendafélögin, kennara og skóla hafi gengið vel og flestir nemendur vera til fyrirmyndar.

23. apr. 2012 : Árið 2011 mikið annaár hjá skyndihjálparhópi höfuðborgarsvæðis

Árið 2011 sinnti Skyndihjálparhópur Rauða krossins í Reykjavík sjúkragæslu á samtals 27 framhaldsskólaböllum. Að meðaltali voru fimm sjálfboðaliðar á hverju balli en flest böllin voru haldin á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. Algengast var að dansleikirnir voru frá klukkan 22:00 til 01:00 en lengur ef um árshátíð skólans var að ræða. Hópstjórar skyndihjálparhópsins Arna Garðarsdóttir og Anna Eir Guðfinnudóttur segja að samstarfið við nemendafélögin, kennara og skóla hafi gengið vel og flestir nemendur vera til fyrirmyndar.

20. feb. 2012 : Björguðu mannslífum

15. feb. 2012 : Bjargaði lífi móður sinnar

Theodór Fannar Eiríksson var meðal þeirra sem tilnefndir voru til skyndihjálparmanns ársins 2011. Theodór tók á móti viðurkenningu frá Rauða krossi Íslands í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi fyrr í vikunni. Viðurkenninguna hlaut hann fyrir að bjarga lífi móður sinnar þegar eldur kom upp í íbúð þeirra og læstist í móður hans. Viðbrögð Theodórs voru hárrétt en hann rúllaði móður sinni inn í teppi og slökkti þannig eldinn og kom henni út úr húsinu. Atvikið átti sér stað í desember sl.

13. feb. 2012 : 112 dagurinn í Grindavík

12. feb. 2012 : Vettvangliðar æfa sig á 112 daginn

Félagar í skyndihjálparhópi deilda á Norðurlandi sem er nú í Vettvangsliðanámi ( First responder) við Sjúkrafluttningaskólann æfðu sig með Slökkviliði Akureyrar á 112 daginn og var það liður í undirbúningi fyrir próf sem þau munu taka í kjölfarið.
Þau æfðu björgun við að ná tveimur slösuðum einstaklingum út úr bílflaki  sem þeir voru fastir inni í og slökkviliðsmennirnir sýndu hvernig þeir fara að við að klippa bílinn utan af fólkinu.  Eftir að búið var að klippa hurðir og topp af bílnum var eftirleikurinn auðveldur skyndihjálparfólkinu og leystu þau verkefnið með stakri príði. Um er að ræða sjö manna hóp sem kemur víða að af  Norðurlandi og  eru þau kærkomin viðbót við vel þjálfaðan skyndihjálarhóp deildanna.
 

10. feb. 2012 : 112 dagurinn er á morgun

2. sep. 2011 : Skyndihjálpartaskan komin í hús

Taskan með skyndihjálparvörum sem hefur verið uppseld um tíma er kominn aftur í sölu.  Skyndihjálpartaskan inniheldur allar nauðsynlegustu vörur sem nota má þegar komið er að slysi, og er því upplagt að hafa hana í bílnum, og við óhapp í heimahúsum. Henni fylgja leiðbeiningar um notkun og einfaldur slysavarnabæklingur.

Innihaldslýsing: Sótthreinsiklútar, sótthreinsuð grisja, sáraumbúðir, plástrar, skæri, brunagel, þrúgusykur, augnskol, flísatöng, öryggisnælur, heftiplástur, klemmuplástur, teygjubindi, grisjubindi, teygjunet, einnota hanskar, einnota kælipoki, ályfirbreiðsla, blásturshlíf, vasaljós, flauta og þríhyrna.

24. ágú. 2011 : Blása, hnoða og stöðva blæðingu

„Þúsundir sækja skyndihjálparnámskeið Rauða kross Íslands á hverju ári. Handtökin á ögurstundu séu fumlaus og örugg. Endurlífgun og opin sár. Rétt viðbrögð skipta öllu,“ segir Gunnhildur Sveinsdóttir verkefnisstjóri. Önnur námskeið eru einnig fjölsótt. Greinin birtist í Morgunblaðinu þann 19.08.2011.

11. júl. 2011 : Íslenskir sjálfboðaliðar á Formúlu 1

Þrír sjálfboðaliðar Rauða kross Íslands, Addý Ásgerður Einarsdóttir, Inga Birna Pálsdóttir og Viðar Arason, brugðu sér út fyrir landsteinana í vor og tóku þátt í sjúkragæsluteymi mónakóska Rauða krossins á Monte Carlo kappakstrinum.

Að mörgu er að huga fyrir stórt verkefni sem þetta og dagarnir voru nýttir frá morgni til kvölds í fundi og annan undirbúning þangað til kom að stóru stundinni.

Þremenningarnir fjármögnuðu ferðina sjálfir en Viðar sagði að þau Inga Birna unnusta hans litu á ferðina sem brúðkaupsferð. Þau munu ganga í hnapphelduna síðar í sumar.

8. júl. 2011 : Skyndihjálparhópur að störfum

Nýstofnaður skyndihjálparhópur deilda Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu hefur nóg fyrir stafni þessa dagana. Síðustu vikur hafa sjálfboðaliðar hópsins heimsótt fjölmörg sumarnámskeið Rauða krossins og verið með stuttar skyndihjálparkynningar. Þá er hópurinn duglegur við að halda fundi og þróa starfið. Flestir fundir hópsins eru með þjóðfundarsniði þar sem tryggt er að skoðanir allra komi fram.

Hópurinn hefur sett sér metnaðarfull markmið um að fjölga þátttakendum á skyndihjálparnámskeiðum Rauða krossins verulega og ætlar að nýta til þess ýmsar leiðir eins og heimsóknir til fyrirtækja og stofnana, skyndihjálparkynningar í verslunarmiðstöðvum, fjölbreytta útgáfu kynningarefnis og bæjarhátíðir.

3. jún. 2011 : Börn og umhverfi, sívinsælt námskeið fyrir börn

Nú stendur sem hæst kennsla á námskeiðunum Börn og umhverfi sem haldin eru af deildum Rauða krossins víðsvegar um landið. Hátt í 500 börn útskrifast árlega af þessum sívinsælu námskeiðum sem eru fyrir börn 12 ára og eldri sem gæta yngri barna.
 
Þátttakendur læra ýmislegt er varðar umgengni og framkomu við börn, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Einnig er lögð áhersla á slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.

15. feb. 2011 : Getur þú hjálpað þegar á reynir?

Í dag gætir þú orðið vitni að hjartastoppi og rétt og skjót viðbrögð gætu skilið á milli lífs og dauða. Á Íslandi verða um 200 hjartastopp á ári. Í Evrópu valda hjartasjúkdómar um 40% dauðsfalla hjá einstaklingum 75 ára og yngri og hjartastopp eru í 60% tilfella orsök dauðsfalla hjá fullorðnum með undirliggjandi hjartasjúkdóm.

Við skyndilegt hjartastopp þarf að hefja endurlífgun án tafar og ef innan við þrjár til fimm mínútur líða frá hjartastoppi þar til endurlífgun er hafin geta lífslíkur orðið á bilinu 50% til 75%. Lífslíkur dragast svo saman um 10-12% á hverri mínútu frá hjartastoppi þar til gefið er hjartarafstuð. Tíminn skiptir því gríðarlega miklu máli.

15. feb. 2011 : Getur þú hjálpað þegar á reynir?

Í dag gætir þú orðið vitni að hjartastoppi og rétt og skjót viðbrögð gætu skilið á milli lífs og dauða. Á Íslandi verða um 200 hjartastopp á ári. Í Evrópu valda hjartasjúkdómar um 40% dauðsfalla hjá einstaklingum 75 ára og yngri og hjartastopp eru í 60% tilfella orsök dauðsfalla hjá fullorðnum með undirliggjandi hjartasjúkdóm.

Við skyndilegt hjartastopp þarf að hefja endurlífgun án tafar og ef innan við þrjár til fimm mínútur líða frá hjartastoppi þar til endurlífgun er hafin geta lífslíkur orðið á bilinu 50% til 75%. Lífslíkur dragast svo saman um 10-12% á hverri mínútu frá hjartastoppi þar til gefið er hjartarafstuð. Tíminn skiptir því gríðarlega miklu máli.

11. feb. 2011 : Bjargaði syni sínum eftir bílveltu á Háreksstaðaleið á Jökuldalsheiði

Rauði kross Íslands hefur valið Ólaf Guðnason sem Skyndihjálparmann ársins 2010 fyrir að sýna hárrétt viðbrögð á neyðarstundu þegar hann lenti í bílslysi fjarri byggð í fyrrasumar. Ólafur mun taka við viðurkenningu Rauða krossins í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð í dag 11. febrúar kl. 14:00, á hátíðardagskrá Neyðarlínunnar og samstarfsaðila um 112-daginn.

Ólafur bjargaði lífi sonar síns, Ólafs Diðriks Ólafssonar, með því að stöðva miklar blæðingar á höfði og handlegg hans þegar bíll þeirra valt á Háreksstaðaleið á Jökuldalsheiði. Þegar slysið varð var Ólafur eldri sofandi í farþegasætinu en Ólafur Diðrik keyrði bílinn. Ólafur Diðrik sofnaði undir stýri og missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af og valt. Bíllinn gjöreyðilagðist, allar rúður brotnuðu og nota þurfti klippur til að ná Ólafi Diðriki út úr honum.

11. feb. 2011 : Vilt þú hjálpa náunganum?

Árlega stendur Rauði kross Íslands að vali á skyndihjálparmanni ársins þar sem ákveðnum einstaklingi er veitt viðurkenning fyrir að hafa bjargað mannslífi með því að bregðast hárrétt við á neyðarstundu.

14. jan. 2011 : Fjölbreytt námskeið á höfuðborgarsvæðinu

Samstarf deilda á höfuðborgarsvæðinu er alltaf að aukast og við skipulagningu dagskrár vorsins er leitast við að þjóna öllu svæðinu sem best. Nokkur námskeið eru haldin sameiginlega og þar má  nefna heimsóknavinanámskeið, grunnnámskeið Rauða krossins og kynningu á Genfarsamningunum.
Deildir svæðisins halda skyndihjálparnámskeið, 4 og 16 stunda, námskeið í sálrænum stuðningi og slysum og veikindi barna. Einnig er boðið upp á skyndihjálparnámskeið á ensku.

Sérsniðin námskeið fyrir sjálfboðaliða
Námskeið fyrir nýja sjálfboðaliða ýmissa verkefna eru einnig haldin reglulega og á næstunni verða haldin námskeið fyrir sjálfboðaliða í hælisleitendaverkefnum, Hjálparsímanum 1717, félagsvinum fólks af erlendum uppruna, Rauðakrosshúsunum, skyndihjálparhópi og viðbragðshópi.

5. jan. 2011 : Skyndihjálparmaður ársins - tilnefningar óskast

Veist þú um einhvern sem með snarræði sínu og réttum viðbrögðum hefur bjargað mannslífi á árinu 2010?  Ef svo er - sendu okkur ábendingu með því að smella á borðann ofar á síðunni.

Tilnefningar þurfa að berast Rauða krossi Íslands eigi síðar en þann 15. janúar 2011.

Á hverju ári velur Rauði krossinn „Skyndihjálparmann ársins“. Þá er einstaklingi sem hefur á árinu veitt skyndihjálp á eftirtektarverðan hátt afhent viðurkenning við hátíðlega athöfn. Tilgangurinn með tilnefningunni er að vekja athygli almennings á mikilvægi skyndihjálpar og hvetja sem flesta til að vera undir það búnir að veita hjálp á vettvangi slysa og veikinda. 

25. nóv. 2010 : Skyndihjálparhópur höfuðborgarsvæðisins tekur til starfa

Neyðarnefnd deilda Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu og Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R) hafa gert með sér samstarfssamning um starfsemi Skyndihjálparhóps.

Skyndihjálparhópurinn er tilraunaverkefni til þriggja ára og getur fólk allt frá 16 ára aldri tekið þátt í starfinu. URKÍ-R mun sjá um sjálfboðaliða hópsins á aldrinum 16-25 ára sem annast sjúkragæslu á viðburðum framhaldsskóla, en Neyðarnefnd heldur utan um starf fyrir sjálfboðaliða 23 ára og eldri sem standa munu fyrir fræðslu, kynningum og að draga úr skaða hjá ýmsum jaðarhópum í samfélaginu. Aðeins sjálfboðaliðar sem eru sjálfráða geta tekið þátt í gæslu og viðburðum, en ungt fólk á aldrinum 16-18 ára getur tekið þátt í æfingum og þjálfun. Allir sjálfboðaliðar Skyndihjálparhóps sem taka vaktir í gæslu og/eða viðburðum fara í inntökuviðtöl og fá góða skyndihjálparþjálfun.

22. nóv. 2010 : Nýjar leiðbeiningar um grunnendurlífgun 2010

Evrópska Endurlífgunarráðið gaf þann 18. október út nýjar leiðbeiningar í endurlífgun. Leiðbeiningarnar byggja á alþjóðlegum vísindarannsóknum og sérfræðiráðgjöf og eru viðurkenndar um allan heim.

Til að standa faglega að útgáfu nýrra leiðbeininga í endurlífgun hér á landi hafa megin atriði nýju leiðbeininganna um grunnendurlífgun fullorðinna verið þýdd yfir á íslensku. Að útgáfunni standa Rauði kross Íslands, Endurlífgunarráð Íslands og Skyndihjálparráði Íslands.

19. nóv. 2010 : Skyndihjálp á pólsku

Rauða kross deildir á Suðurlandi og Suðurnesjum býður þessa dagana pólskumælandi íbúum að sækja  skyndihjálparnámskeið á pólsku. Nýverið var haldið námskeið á Selfossi sem var vel sótt. Rafal Figlarski sjúkraflutningamaður og skyndihjálparleiðbeinandi var kennari. Þátttakendur, sem allir voru Pólverjar og komu víða að af Suðurlandi, voru ánægðir með að geta sótt skyndihjálparnámskeið á sínu eigin tungumáli.

Næsta skyndihjálparnásmkeið á pólsku verður í Reykjanesbæ, þriðjudaginn 7. desember, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Suðurnesjadeildar Rauða krossins að Smiðjuvöllum 8.

20. okt. 2010 : Nýjar leiðbeiningar í endurlífgun

Evrópska endurlífgunarráðið hefur nú gefið út nýjar leiðbeiningar í endurlífgun í stað þeirra sem komu út árið 2005 en nýjar leiðbeiningar eru gefnar út á fimm ára fresti. Eins og áður byggja leiðbeiningarnar á niðurstöðum nýjustu rannsókna á meðferð og árangri í endurlífgun.

Hér á vefnum má lesa fréttatilkynninguna vegna útgáfu nýju leiðbeininganna ef smellt er á „meira". Á sama stað má finna samantekt á íslensku um helstu breytingarnar frá síðustu leiðbeiningum.

Nánari upplýsingar má finna á vef Endurlífgunarráðs Íslands www.endurlifgun.is
 

8. apr. 2010 : Pólskt skyndihjálparnámskeið

Rauða kross deildirnar á Vestfjörðum buðu Pólverjum sem búa á svæðinu að taka þátt í námskeiði í almennri skyndihjálp sem fram fór á móðurmálinu.

Það var Rafal Marcin Figlarski leiðbeinandi í skyndihjálp og sjúkraflutningamaður sem sá um kennsluna en hún fór fram bæði á Ísafirði og Flateyri.

Haldin voru fjögur námskeið og var góð mæting og almenn ánægja með að fá fræðslu á pólsku um mikilvægi þess að þekkja réttu viðbrögðin þegar á reynir.

17. mar. 2010 : Skyndihjálpin hans Kalla kemur að góðum notum

Erla Hlín skrifar á bloggsíðu sinni um það hvernig skyndihjálparnámskeið Rauða krossins hjálpaði henni í atviki sem upp kom við sundlaug í Namibíu. Hún þakkar það góðri kennslu Karls Lúðvíkssonar leiðbeinanda í skyndihjálp að hún hafði engu gleymt.


22. feb. 2010 : Námskeiðið Börn og umhverfi fyrir ungmenni fædd 1998 eða eldri

Námskeiðið Börn og umhverfi verður haldið sex sinnum hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins í maí og júní. Námskeiðin eru fyrir ungmenni fædd á árinu 1998 og eldri. Námskeiðið verður einnig haldið víðar um landið og munu auglýsingar birtast á vefnum jafnóðum og þau eru ákveðin undir liðnum Á döfinni.

Kennsla skiptist á fjögur kvöld og fer fram í húsnæði Reykjavíkurdeildar, Laugavegi 120. 5. hæð, kl. 18-21.

Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.

16. feb. 2010 : Skyndihjálparhópur æfir á Narfastöðum

Skyndihjálparhópur deilda á Norðurlandi kom saman í fyrsta skipti á árinu til æfinga um helgina að Narfastöðum í Reykjadal.

Settar voru upp æfingastöðvar fyrri daginn þar sem þátttakendur rifjuðu upp skyndihjálparkunnáttu sína. Ein stöð var tileinkuð endurlífgun, önnur ýmislegu varðandi öndun og súrefnisgjöf, á þeirri þriðju var æft hvernig standa skuli að flutningi á slösuðum og undirbúningi fyrir slíkt og fjórðu ýmsar mælingar eins og blóðþrýstingur, blóðsykur og hjartalínurit. Seinni daginn var settur upp slysavettvangur þar sem meðlimir æfðu rétt viðbrögð. Leiðbeinandi var Jón Knutsen, formaður Akureyrardeildar.

 

 

15. feb. 2010 : Ungmennastarf Borgarfjarðardeildar kynnir skyndihjálp

Í tilefni af 1-1-2 deginum þann 11.2. unnu Rauði krossinn í Borgarfirði og Neisti sameiginlega að kynningu í verslunarhúsnæði í Borgarnesi. Þar var Neisti með til sölu öryggisvörur fyrir heimili sem snúa að eldvörnum, kynnti sigurvegara í eldvarnargetraun og var með slökkviliðsbíl til sýningar sem vakti mikla lukku meðal yngri kynslóðarinnar.

Ungmennastarf Borgarfjarðardeildar Rauða krossins sá um að dreifa skyndihjálparbæklingnum ,,Ertu til þegar á reynir“  til almennings og það þótti vel við hæfi vegna þess að 1-1-2 dagurinn snýr einmitt að því að vekja almenning til umhugsunar um neyðarlínuna 1-1-2 og skyndihjálp.

Á myndinni eru þær Guðrún Hildur Hauksdóttir,  Erla Björk Kristjánsdóttir og Salvör Svava Gylfadóttir úr ungmennastarfinu en þær stóðu sig aldeilis vel við kynninguna.
 

12. feb. 2010 : Góð tilfinning að bjarga lífi

„AÐ hafa bjargað lífi föður míns er góð tilfinning,“ segir Magnea Tómasdóttir sem Rauði kross Íslands og fleiri útnefndu í gær skyndihjálparmann ársins 2009. Greinin birtist í Morgunblaðinu 12.02.2010.

11. feb. 2010 : Bjargaði föður sínum með því að beita hjartahnoði í 16 mínútur

Rauði kross Íslands hefur valið Magneu Tómasdóttur sem Skyndihjálparmann ársins 2009 fyrir að sýna hárrétt viðbrögð á neyðarstundu. Magnea tók við viðurkenningu Rauða krossins í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð í dag á hátíðardagskrá Neyðarlínunnar og samstarfsaðila um 112-daginn.

Magnea bjargaði lífi föður síns, Tómasar Grétars Ólasonar, þegar hann fór í hjartastopp í sumarhúsi fjölskyldunnar á Hvalsnesi á Suðurnesjum. Magnea var þar ásamt honum, 18 mánaða gömlum syni sínum og 8 ára systurdóttur, Ernu Diljá. Tómas var að hvíla sig eftir kvöldmatinn í stofunni og þær frænkur voru að spila við borð í sama herbergi. Erna Diljá tók þá eftir því að afi var ekki eins og hann átti að sér að vera, og þegar Magnea sneri sér að föður sínum áttaði hún sig á því að hann hafði misst meðvitund og það kurraði í honum.

11. feb. 2010 : Þekking á skyndihjálp skiptir sköpum

Þeir sem hafa farið á námskeið í skyndihjálp á síðustu þremur árum treysta sér miklu fremur en aðrir til að veita bráðveikum eða mikið slösuðum einstaklingi skyndihjálp. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir 112 í tilefni af 112-deginum, sem haldinn er  í dag. Nær 80 prósent þátttakenda segjast hafa farið á námskeið í skyndihjálp en aðeins 27,1 prósent á síðustu þremur árum. Rúmlega fimmtungur hefur aldrei farið á námskeið í skyndihjálp. Mikill minnihluti fólks í þeim hópi segist myndu treysta sér til að veita ókunnugum, bráðveikum eða mikið slösuðum skyndihjálp, svo sem að beita hjartahnoði eða stöðva blæðingu.

Aðkoma almennings að vettvangi slysa, veikinda og áfalla er viðfangsefni 112-dagsins að þessu sinni, en hann er haldinn 11. febrúar ár hvert. Fyrstu viðbrögð geta skipt miklu um afdrif fólks og hvernig til tekst með björgun. Þess vegna er mikilvægt að sem flestir kunni skyndihjálp og treysti sér til að veita hana þegar á reynir. Mælt er með því að fólk endurnýi þekkingu sína í skyndihjálp með nokkurra ára millibili.

11. feb. 2010 : Getur þú hjálpað þegar á reynir?

112-dagurinn verður haldinn víða um land í dag og næstu daga. Þema dagsins er aðkoma venjulegs fólks að vettvangi slysa, veikinda og áfalla. Viðbragðsaðilar koma sjaldnast fyrstir á vettvang slíkra atburða. Oftast kemur venjulegur borgari fyrst að, tilkynnir um atburðinn og veitir fyrstu aðstoð. Þessi fyrstu viðbrögð geta skipt miklu um afdrif fólks og hvernig til tekst með björgun. Þess vegna er mikilvægt að sem flestir kunni skyndihjálp og treysti sér til að veita hana þegar á reynir.

Margt verður gert til að vekja athygli á deginum og efni hans:

  • 112 blaðinu var dreift með Fréttablaðinu í morgun.
  • Kynntar verða niðurstöður Gallup-könnunar um skyndihjálparþekkingu landsmanna.
  • Fjöldi grunnskólabarna fær fræðslu um skyndihjálp og slysavarnir í tengslum við daginn.
  • Viðbragðsaðilar kynna skyndihjálp, slysavarnir og fleira.
  • Móttaka verður í Skógarhlíðinni þar sem Skyndihjálparmaður ársins verður útnefndur og verðlaun veitt í Eldvarnagetrauninni.

4. feb. 2010 : Rausnarleg gjöf

Grindavíkurdeild Rauða krossins fékk á dögunum endurlífgunardúkku að gjöf frá örlátum stuðningsaðila sem ekki vill láta nafns síns getið.

Mikið átak hefur átt sér stað í neyðarvörnum Grindavíkurdeildar síðastliðið ár og þáttur í því hefur meðal annars verið að þjálfa leiðbeinendur í skyndihjálp og sálrænum stuðningi. Deildin hefur nú á sínum snærum tvo leiðbeinendur í skyndihjálp og þrjá leiðbeinendur í sálrænum stuðningi sem fyrirtæki og stofnanir geta fengið til að halda námskeið fyrir starfsfólk sitt.

Til að leiðbeinandi geti komið fræðslu sinni og kennslu sem best til skila þá skiptir máli að hafa þau tæki sem til þarf. Endurlífgunardúkka er eitt mikilvægasta tækið í skyndihjálparkennslu og var orðin veruleg þörf á að endurnýja hana hjá deildinni. Það er því óhætt að segja að hlaupið hafi á snærið hjá Grindavíkurdeild þegar henni barst þessi góða gjöf en fyrir átti deildin dúkkubarn svo nú má segja að skyndihjálparleiðbeinendurnir séu færir í flestan sjó.

12. jan. 2010 : Skyndihjálparmaður ársins 2009 – tilnefningar óskast!

Veist þú um einhvern sem með snarræði sínu og réttum viðbrögðum hefur bjargað mannslífi á árinu 2009? Ef svo er - sendu okkur upplýsingar.

26. okt. 2009 : Hagnýtar leiðbeiningar um viðbrögð við slysum og veikindum

Á vefsíðu Rauða kross Íslands má nú finna stuttar og hagnýtar leiðbeiningar fyrir almenning um hvernig bregðast megi við ýmsum slysum og veikindum. Leiðbeiningar henta vel þegar rifja skal upp aðferðir skyndihjálpar, t.d. þegar komið er að umferðarslysi, einstaklingi sem hefur hlotið áverka á höfði, beinbrot, hjartaáfall og svo má lengi telja. Leiðbeiningarnar verða einnig birtar á vefsíðunni doktor.is.

 

20. okt. 2009 : 21 skyndihjálparleiðbeinendur úrskrifast

Rauði krossinn stóð fyrir vikulöngu leiðbeinendanámskeiði í skyndihjálp á dögunum og útskrifaði 21 frábæra leiðbeinendur sem vonandi verða öflugir í að breiða út skyndihjálparþekkingu um allt land á næstu árum.

Rauði krossinn óskar nýjum leiðbeinendum til hamingju með réttindin og vonast eftir góðu samstarfi í framtíðinni.

7. okt. 2009 : Vönduð og hagnýt skyndihjálparnámskeið hjá Rauða krossinum

Vissir þú að oftast eru það vinir eða ættingjar sem koma fyrstir á vettvang þegar einhver slasast eða veikist alvarlega? Stutt skyndihjálparnámskeið getur gert þér kleift að bjarga mannslífi þegar mínútur skipta máli.

Rauði kross Íslands býður upp á hagnýt námskeið í skyndihjálp fyrir þá sem vilja öðlast færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum. Námskeiðin eru haldin um allt land og eru einnig í boði á erlendum tungumálum. Áhersla er lögð á verklegar æfingar þar sem þátttakendur setja sig í spor þess sem kemur fyrstur á vettvang slyss eða alvarlegra veikinda. Á námskeiðunum er meðal annars notast við kennslubrúður og er farið yfir hvernig nota á hjartastuðtæki.

28. sep. 2009 : Rauði krossinn útskrifar 16 leiðbeinendur í sálrænum stuðningi

Haldið var fimm daga leiðbeinendanámskeið í sálrænum stuðningi sem lauk á laugardaginn. Þetta er í fimmta skiptið sem Rauði kross Íslands heldur slíkt námskeið. Útskrifuðust alls 16 leiðbeinendur af námskeiðinu en þeir koma víðsvegar af landinu.

Námskeiðið byggði á fyrirlestrum og verkefnavinnu. Í lokin voru nemendur látnir útbúa kennsluáætlun fyrir ímyndað námskeið og þurfa þeir að kenna ákveðinn hluta af því fyrir framan prófdómara. Til að öðlast full réttindi þurfa nemendur síðan að kenna eitt námskeið fyrir tiltekinn markhóp og senda prófdómurum öll gögn þar af lútandi. Námskeiðið gekk vel í alla staði þrátt fyrir langa daga og mikinn fróðleikspakka.

11. sep. 2009 : Íslenskir sérfræðingar þjálfa sjúkraflutningamenn í Palestínu

Tólf palestínskir sjúkraflutningamenn hafa nú lokið námskeiði í endurlífgunaraðferðum sem haldið var á vegum Rauða kross Íslands í höfuðborginn Ramallah á Vesturbakkanum. Seinna námskeiðið hefst á morgun og þar munu 13 sjúkraflutningamenn Rauða hálfmánans í Palestínu til viðbótar hljóta sömu þjálfun.

Námskeiðin eru eitt af þeim verkefnum sem Rauði kross Íslands stendur fyrir til aðstoðar palestínska Rauða hálfmánanum. Hildigunnur Svavarsdóttir skólastjóri Sjúkraflutningaskólans fer fyrir hópnum. Auk hennar eru tveir læknar, þeir Felix Valsson og Freddy Lippert, sem er frá Danmörku, og tveir sjúkraflutningamenn, þeir Lárus Petersen og Stefnir Snorrason sem sinna kennslunni. Um er að ræða tvö 20 tíma námskeið sem eru samkvæmt stöðlum evrópska endurlífgunarráðsins.

7. sep. 2009 : Sjúkraflutningamenn þjálfa palestínska kollega sína á vegum Rauða kross Íslands

Fjórir íslenskir sérfræðingar í endurlífgun héldu í morgun til Palestínu, þar sem þau munu þjálfa palestínska kollega sína í endurlífgunaraðferðum. Þjálfunin er eitt af þeim verkefnum sem Rauði kross Íslands stendur fyrir til aðstoðar palestínska Rauða hálfmánanum.

Hildigunnur Svavarsdóttir skólastjóri Sjúkraflutningaskólans fer fyrir hópnum en auk hennar munu tveir læknar, þeir Felix Valsson og Freddy Lippert, sem er frá Danmörku, og tveir sjúkraflutningamenn, þeir Lárus Petersen og Stefnir Snorrason, starfa að kennslunni. Um er að ræða tvö 20 tíma námskeið sem eru samkvæmt stöðlum evrópska endurlífgunarráðsins.

17. ágú. 2009 : Rauði krossinn með sjúkragæslu á Einni með öllu

Skyndihjálparhópur Rauða krossins á Norðurlandi stóð vaktir á fjölskylduhátíðinni „Einni með öllu” sem haldin var á Akureyri um verslunarmannahelgina. Hópurinn sá um sjúkragæslu í samvinnu við Félag slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.Tveir úr hvorum hópi voru á hverri vakt sem stóð yfir föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld frá miðnætti til morguns.

Helgin var laus við stóráföll en aðstoða þurfti nokkra, helst vegna smáskurða og hrufls. Samvinna hósins gekk með ágætum og samstarfið við sjúkraflutningamenn ánægjuleg að öllu leiti.

13. ágú. 2009 : Skyndihjálparhópur URkÍ-R að störfum á Gay Pride

Skyndihjálparhópur Ungmennahreyfingar Rauða krossins í Reykjavík var við sjúkragæslu meðan Gay pride hátíðin fór fram síðasta laugardag. 

28. júl. 2009 : Tilraunaverkefni með miðbæjarölt hjá skyndihjálparhópi URKÍ-R

Skyndihjálparhópur Ungmennahreyfingar Rauða krossins í Reykjavík hefur síðustu fjórar helgar verið á miðbæjarrölti og sinnt sjúkragæslu eftir þörfum. Um er að ræða tilraunaverkefni.

7. júl. 2009 : Vilt þú verða leiðbeinandi í skyndihjálp?

Rauði kross Íslands heldur leiðbeinandanámskeið í skyndihjálp dagana 28. september til 3. október 2009.

Námskeiðið er sex heilir dagar og verður haldið á höfuðborgarsvæðinu.

18. jún. 2009 : Sálrænn stuðningur við fólk sem kemur að slysum og áföllum

Fólk sem kemur að slysum og öðrum alvarlegum atburðum sem vitni, tilkynnendur og þátttakendur í skyndihjálp, björgun og sálrænum stuðningi fær nú tilboð um sálrænan stuðning til að vinna úr reynslu sinni. Þetta er gert í samvinnu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) og Rauða kross Íslands fyrir hönd Hjálparsíma Rauða krossins, 1717. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og formaður stjórnar SHS, og Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða krossins, undirrituðu samkomulag um verkefnið í dag.

20. maí 2009 : Viltu taka þátt í Skyndihjálparhópi Ungmennadeildar Rauða krossins?

Skyndihjálparhópur Ungmennadeildar Rauða krossins í Reykjavík leitar að fólki sem hefur áhuga á að taka þátt í starfi hópsins. Nýir umsækjendur verða að sækja grunnnámskeið Rauða krossins þann 28. maí næstkomandi, sjá nánar hér, ásamt því að taka skyndihjálparnámskeið dagana 2.- 4. júní næstkomandi í Rauðakrosshúsinu Borgartúni 25.

Ef þú hefur áhuga á að vinna við skyndihjálp við fjölbreyttar aðstæður og gefa af þér, hafðu þá samband sem fyrst á netfangið [email protected] Þú getur einnig  sent Atla Erni og Oddnýju Björk frekari fyrirspurnir á sama netfang.

30. apr. 2009 : Kannt þú að bregðast við í neyð?

Skyndihjálparkunnátta er ómetanleg. Nauðsynlegt er að allar fjölskyldur hugi að þekkingu sinni á því sviði og fari í gegnum einfaldar viðbragðsáætlanir til að nota ef voða ber að höndum. Hrund Þórsdóttir tók viðtal við Gunnhildi Sveinsdóttur verkefnisstjóra Rauða kross Íslands sem birtist í Vikunni.

20. apr. 2009 : Nemendur í Breiðholtsskóla læra endurlífgun

Starfsmenn Rauða krossins heimsóttu áhugasama nemendur úr 8. og 9. bekk Breiðholtsskóla í sl. viku og kenndu endurlífgun. Nemendurnir lærðu að beita hjartahnoði, blása í einstakling sem farið hefur í hjartastopp og losa aðskotahlut úr öndunarvegi.

Nemendurnir, sem eru í valáfanganum Útivera undir leiðsögn Láru Ingólfsdóttur, leystu verklegar æfingar fimlega og æfðu sig á kennslubrúðum.

Skólafræðsla er hluti af starfi Rauða krossins og Rauða hálfmánans víða um heim. Markmiðið er að kynna hugsjónir og grundvallarmarkmið hreyfingarinnar fyrir ungu fólki á uppvaxtarárunum enda hefur slík kynning uppeldis- og samfélagslegt gildi.

17. mar. 2009 : Sálræn skyndihjálp - leiðbeiningar um viðurkennt verklag á vettvangi

Handbók með leiðbeiningum í sálrænni skyndihjálp er komin út. Að henni standa stofnanir sem koma að skipulagningu sálræns stuðnings á Íslandi sem eru auk Rauða kross Íslands, Landsspítali, Landlæknisembættið, Þjóðkirkjan og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Um er að ræða íslenska þýðingu á leiðbeiningum sem þróaðar hafa verið af fjölda erlendra sérfræðinga sem sérhæfa sig í sálrænum stuðningi eftir alvarleg áföll. Um þýðingu sáu Dr. Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur og Þórunn Finnsdóttir sérfræðingur í klínískri sálfræði og er hún aðlöguð að íslenskum aðstæðum.

25. feb. 2009 : Æfingahelgi skyndihjálparhóps í Alviðru

Skyndihjálparhópur ungmennadeildar Reykjavíkurdeildarinnar hélt árlega æfinga- og skemmtihelgi sína í Alviðru í Ölfusi um síðustu helgi. Auk Reykvíkinganna tóku nokkrir félagar í skyndihjálparhópi ungmenna á Austurlandi þátt.

Æfð voru ýmis atriði skyndihjálpar og hápunkturinn var svo hin ómissandi hópslysaæfing í hlöðunni.

Komin er um fimmtán ára hefð á þessar ferðir og skapast alltaf mikil stemning í kringum þær. Að lokinni vel heppnaðri dagskrá tók við grillveisla og kvöldskemmtun. Myndir: Oddný Björk Björnsdóttir.

24. feb. 2009 : Luku námi í vettvangshjálp

Ellefu sjálfboðaliðar skyndihjálparhópsins á Norðurlandi luku námi í vettvangshjálp um síðustu helgi. Námskeiðið tók tvær langar helgar nú í febrúar og var það haldið á Narfastöðum í Reykjadal af hálfu Sjúkraflutningaskólans. Einnig var kvöldstund varið við æfingar á björgun fólks frá drukknun í sundlauginni á Laugum.
 
Markmiðið með þessu námi er að þátttakendur séu færir um að veita fyrstu bráðaþjónustu á vettvangi áður en sjúkraflutningamenn koma á svæðið.
 
Námskeiðið samanstóð af bæði bóklegri og verklegri kennslu. Fjallað var um öryggi og sóttvarnir, líffæra- og lífeðlisfræði, lífsmörk, öndunarhjálp, endurlífgun, skoðun og mat, meðhöndlun áverka, sundlaugabjörgun, björgun úr bílflökum og hópslys, svo eitthvað sé nefnt. Þátttakendur voru látnir glíma við ýmis erfið tilfelli sem þau leystu með stakri prýði, en námskeiðinu lauk svo með  skriflegu og verklegu prófi.

19. feb. 2009 : Flóttakonurnar læra um skyndihjálp og forvarnir

Palestínsku flóttakonurnar frá Írak sem komu til landsins síðasta haust og settust að á Akranesi tóku þátt í skyndihjálparnámskeiði Rauða krossins í gær. 

18. feb. 2009 : Almenningur tekur skyndihjálparpróf

Heimsóknir á vefsíðu Rauða krossins hafa slegið öll met síðustu daga en um þrefalt fleiri en venjulega hafa að jafnaði litið inn á hverjum degi. Umferðina má rekja til skyndihjálparprófs þar sem fólk getur kannað þekkingu sína og metið hvort ekki sé ástæða til að hressa upp á kunnáttu sína og fara á skyndihjálparnámskeið.

Skyndihjálparprófið var sett upp í  kjölfar 112-dagsins og útnefningu á skyndihjálparmanni ársins. Rauði krossinn hvatti almenning til að kanna þekkingu sína í skyndihjálp með því að taka krossaprófið á vefsíðu félagsins og vinsælum vefmiðlum. Þá hvatti Rauði krossinn fólk til að sækja skyndihjálparnámskeið.

Auglýsingar á gólfi í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni og Smáralind sem þjónuðu sama tilgangi vöktu mikla athygli en þar voru á ferðinni myndir í fullri stærð af slösuðu fólki. Því samhliða kynntu leiðbeinendur í skyndihjálp endurlífgun og hvöttu vegfarendur til að prófa að hjartahnoða og blása í dúkkur.

17. feb. 2009 : Sjónvarpsþáttaröð um sálrænan stuðning

Rauði krossinn hefur framleitt þrjá stutta fræðsluþætti um sálrænan stuðning í kjölfar efnahagskreppunnar undir yfirheitinu Þegar á reynir. Fyrsti þátturinn var sýndur í Ríkissjónvarpinu á fimmtudaginn en seinni tveir verða á dagskrá næstkomandi tvo fimmtudaga um klukkan 21:00.
 
Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur Rauða krossins og verkefnisstjóri í sálrænum stuðningi, hefur umsjón með þáttunum. Jóhann leitast við að skýra út hvaða áhrif kreppan hefur á líðan fólks. Er þessi fræðsluþáttaröð hluti af viðbrögðum Rauða krossins í kjölfar efnahagsþrenginganna. Þættirnir eru vistaðir á myndbandasíðu Rauða kross Íslands á YouTube.