12. maí 2004 : Skyndihjálparhópur URKÍ

12. maí 2004 : Hringja og hnoða !

12. maí 2004 : Sálræn skyndihjálp

12. maí 2004 : Fall og skyndihjálp

12. maí 2004 : Rétt viðbrögð

 
Hvað áttu að gera þegar ÞÚ kemur að bílslysi ?

Er umhverfið öruggt!
Er öruggt fyrir þig að veita slösuðum aðstoð? getur þú nálgast hinn slasaða á öruggan hátt? Ef þú slasar sjálfan þig þegar þú ert að veita aðstoð tvöfaldast vandamálið.

Gefðu öðrum ökumönnum merki um að slys hafi átt sér stað. Ef þú er með viðvörunarþríhyrning í bílnum þínum skaltu staðsetja hann í um 200 metra fjarlægð frá slysstað svo aðrir ökumenn sjái hann greinilega og geti hægt ferðina áður en þeir koma að slysstaðnum.

Þegar þú hefur tryggt að öruggt sé að veita aðstoð skaltu athuga ástand hins slasaða. Er hann með meðvitund? getur hann talað? getur hann andað? Jafnvel þó hann sé með meðvitund og geti andað er nauðsynlegt að láta heilbrigðismenntaða aðila skoða hann.