Ungar hetjur fá skyndihjálpartöskur frá Rauða krossinum
![]() |
Á myndinni eru frá vinstri Gunnhildur, Arnar Þór, Alexander og Róbert Heiðar |
Alexander Theódórsson og Arnar Þór Stefánsson, 11 ára, hjálpuðu vini sínum Róberti Heiðari Halldórssyni, 10 ára, eftir að hann fann fyrir sárum verk og lagðist í jörðina. Framganga drengjanna sýnir að allir geta lært grundvallaratriði skyndihjálpar.
Héraðs- og Borgarfjarðardeild veitir viðurkenningu fyrir rétt viðbrögð í skyndihjálp
Anna Karín er með lífshættulegt jarðhnetuofnæmi. Hún hefur alltaf á sér adrenalínpenna og þarf hún að fá sprautu ef hún fær ofnæmisviðbrögð. Óhappið varð þegar hún hafði borðað hunang. Það er alveg nauðsynlegt fyrir alla sem eru með bráðaofnæmi að lesa vel á umbúðir og athuga innihald áður en borðað er.
Björguðu lífi og heilsu félaga með réttum viðbrögðum
![]() |
Gunnar Kristmundsson, Sigrún Kristjánsdóttir, Njörður Helgason svæðisfulltrúi Rauða kross Íslands, Unnur Einarsdóttir og Gunnar Álfar Jónsson. |
„Þetta gerðist á íþróttaæfingu hjá okkur í félagi eldri borgaranna hér á Selfossi. Við vorum búin að vera að gera æfingar undir stjórn Halldórs. Ég sá að hann lagðist á gólfið og hélt fyrst að þetta væri hluti af því sem hann var að láta okkur gera, en sá svo að eitthvað var óeðlilegt,” sagði Gunnar Kristmundsson.
Tólf ára gamalt skyndihjálparnámskeið varð manni í hjartastoppi til lífs
![]() |
Ásgeir Sigurðsson til vinstri og Anton Gylfi Pálsson til hægri á myndinni ásamt Sigrúnu Árnadóttur sem kynnir valið á Skyndihjálparmanni ársins. |
Tólf ára gamalt skyndihjálparnámskeið Antons Gylfa Pálssonar rifjaðist upp fyrir honum á svipstundu þegar hann sýndi snarræði og bjargaði mannslífi með því að hann hnoða og blása lífi í Ásgeir Sigurðsson sem fengið hafði hjartastopp eftir að hafa verið áhorfandi á handboltaleik.
Skyndihjálparmaður ársins valinn á 112 degi
![]() |
Skyndihjálparmenn ársins á síðasta ári, þær Kolfinna Jóna og Sigrún Guðbjörg ásamt Atli Reynir sem þær björguðu svo frækilega. |
Þegar á bjátar höfum við aðgang að geysilega öflugu neti viðbragðsaðila og hjálparliðs í gegnum eitt samræmt neyðarnúmer fyrir landið og miðin ? 112. Með einu símtali í 112 er unnt að virkja á augabragði lögreglu, slökkvilið, almannavarnir, Landhelgisgæsluna, sjúkraflutningamenn, lækna, hjálparlið sjálfboðaliða og barnaverndarnefndir. Yfir 300 þúsund erindi bárust 112 á síðasta ári.