17. ágú. 2005 : Rauði krossinn kennir starfsfólki skóla að bregðast við slysum á börnum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra var viðstödd athöfn sem haldin var að námskeiðinu loknu.
Hvert íslenskt barn slasast að meðaltali einu sinni á ári og í dag hóf Rauði kross Íslands skipulagða skyndihjálparkennslu fyrir starfsfólk skóla, þannig að það geti brugðist hratt og vel við slysum sem verða á börnum. Kennsluátakið hefst með námskeiði í skyndihjálp og sálrænum stuðningi fyrir starfsmenn Grundaskóla.

Helsta markmið Rauða krossins með námskeiðunum er að starfsmenn skóla geti veitt börnum skyndihjálp og sálrænan stuðning þegar á reynir. Þannig má meðal annars koma í veg fyrir að slys hafi alvarlegri afleiðingar en ella.