23. nóv. 2006 : Framhaldsnámskeið um sálrænan stuðning

Fullt var út úr dyrum á framhaldsnámskeiði um sálrænan stuðning sem haldið var á Ísafirði fyrir fjöldahjálparstjóra Rauða kross deildanna á Vestfjörðum dagana 17. og 18. nóvember. Námskeiðið sem var haldið á vegum deilda á Vestfjörðum stóð yfir í átta klukkustundir. Einnig var boðið fagfólki sem kemur að málefnum er lúta að mannlegum stuðningi úr félagsþjónustunni, heilbrigðisþjónustunni og málefnum fatlaðra.

Á námskeiðinu var fjallað m.a. um áhrif alvarlegra atburða á fólk, hvernig það tekst á við slíka atburði og hvaða stuðningur kemur því best. Þá var fjallað um svokallaða viðrun viðbragðshópa, sem eru stuttir fundir í lok útkalls.

10. nóv. 2006 : Börn og umhverfi