30. maí 2007 : 50 ungmenni á Akranesi sækja námskeiðið Börn og umhverfi

Undanfarnar vikur hafa um 50 ungmenni sótt námskeiðið Börn og umhverfi hjá Rauða krossinum á Akranesi. Haldin voru þrjú 16 stunda námskeið.

Námskeiðið er ætlað ungmennum á 12. aldursári og eldri og fjallar um ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn, t.d. árangursrík samskipti, aga, umönnun, hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Sérstök áhersla er lögð á skyndihjálp og slysavarnir. Einnig fengu þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins með sérstakri áherslu á verkefni Akranesdeildarinnar með ungu fólki. Öllum námskeiðum lauk með pizzuveislu.

Unga fólkið var á einu máli um að námskeiðið hefði verið lærdómsríkt og skemmtilegt.

21. maí 2007 : Blástur eða ekki blástur í endurlífgun

Skyndihálparráð Íslands skrifar um umfjöllun á niðurstöðu nýrrar japanskrar rannsóknar.

7. maí 2007 : Stjórn Rauða krossins rifjaði upp skyndihjálparkunnáttu

Á dögunum sótti stjórn Rauða krossins upprifjunarnámskeið í skyndihjálp en útbreiðsla skyndihjálparþekkingar hefur verið eitt af megin verkefnum Rauða kross Íslands frá upphafi. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru þau Ólafur Ingi Grettisson, Snezana Sabo og Vaida Kariwauskaite.

- Það er mjög mikilvægt að allir sjálfboðaliðar Rauða krossins hafi grundvallarþekkingu í skyndihjálp. Margir sjálfboðaliðar, sérstaklega þeir sem sinna neyðarvörnum hafa sótt skyndihjálparnámskeið en við viljum leggja áherslu á að sjálfboðaliðar viðhaldi þekkingu sinni og sæki upprifjunarnámskeið á tveggja ára fresti. Okkur þótti eðlilegt að byrja á okkur sjálfum og ákváðum því að sækja námskeið saman, segir Ómar H. Kristmundsson formaður Rauða kross Íslands.

3. maí 2007 : Skyndihjálparhópur ungmenna á Egilsstöðum

Stofnaður var skyndihjálparhópur ungmenna í vegaHúsinu á Egilsstöðum 25. apríl á vegum Héraðs- og Borgarfjarðardeildar Rauða kross Íslands.