31. ágú. 2007 : Skyndihjálparnámskeið fyrir hælisleitendur

Hælisleitendur sem bíða hér málsmeðferðar var boðið að taka skyndihjálparnámskeið í vikunni en skyndihjálparkennsla hefur verið eitt meginverkefni Rauða kross Íslands frá upphafi.

21. ágú. 2007 : Fyrirlestur og námskeið um stuðning við börn og unglinga í kjölfar áfalla

Föstudaginn 14. september mun dr. Barbara Juen halda fyrirlestur um Aðstoð við börn og unglinga í kjölfar áfalla (Crisis intervention with children and adolescents). Fyrirlesturinn fer fram í Sjálfboðamiðstöð Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins og stendur frá kl. 13 – 16. Fagfólki sem vinnur með börn og unglinga er boðið að taka þátt. Nánari upplýsingar og þátttökuskráning hér.

Dr. Barbara  mun einnig halda námskeið dagana 12. og 13. september undir heitinu Aðstoð í kjölfar áfalla (Crisis Intervention after critical/traumatic events). Námskeiðið er ætlað meðlimum áfallahjálparteymis Rauða krossins en einnig hefur áfallateymi Landsspítala háskóla sjúkrahúss auk annarra teyma um landið verið boðið að senda þátttakendur.

16. ágú. 2007 : Hendum fordómunum á Menningarnótt

Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands tekur þátt í hátíðarhöldum Reykjavíkurborgar á Menningarnótt með tvennum hætti að þessu sinni. Tveir hópar Ungmennadeildar Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R) verða áberandi á götum borgarinnar á þessum hátíðardegi þó með ólíkum hætti sé.

Skyndihjálparhópurinn gegnir sem fyrr mikilvægu hlutverki í öryggisgæslu höfuðborgarinnar og starfar við hlið lögreglu og björgunarsveita við eftirlit og aðstoð. Félagar í skyndihjálparhópnum verða á ferðinni um borgina svo lengi sem þörf er á og veita þeim sem á þurfa að halda fyrstu hjálp. Hópurinn hefur mikla reynslu af aðstoð á viðburðum sem þessum og er það Reykjavíkurdeild Rauða krossins sönn ánægja að geta boðið fram þjónustu sína á stærstu samkomu Reykjavíkurborgar.

15. ágú. 2007 : Mikilvægt að hafa skyndihjálpartöskur við hendina

Eitt af mörgum verkefnum Rauða kross deilda er að standa fyrir fjölbreyttum námskeiðum í skyndihjálp. Slys gera ekki boð á undan sér og því er þekking á skyndihjálp mikilvæg fyrir alla.

7. ágú. 2007 : 10. bekkingar læra skyndihjálp

Á fyrri helmingi ársins fengu 10. bekkingar fimm grunnskóla í Kópavogi, þ.e. Digranesskóla, Kársnesskóla, Kópavogsskóla, Salaskóla og Snælandsskóla, kennslu í skyndihjálp. Nemendurnir sóttu 16 kennslustunda námskeið í almennri skyndihjálp og hafa því öðlast víðtæka þekkingu á því hvernig bregðast skuli við í kjölfar slysa eða bráðaveikinda. Kunnátta í skyndihjálp getur skipt sköpum og hefur það marg sannað sig að almennir borgarar, sem oft mæta fyrstir á slysstað, geta veitt mikilvæga aðstoð áður en björgunarlið kemur á staðinn.

Námskeiðið er skólunum og nemendum að kostnaðarlausu og geta nemendurnir jafnframt fengið námskeiðið metið til eininga í framhaldsskólum.