27. feb. 2008 : Flóttamannakonur læra um skyndihjálp og forvarnir

Kólumbísku flóttakonurnar sem komu til landsins síðasta haust tóku þátt í skyndihjálparnámskeiði í gær. Á námskeiðinu var lögð áhersla á þau atriði slysaforvarna og skyndihjálpar sem eiga erindi við foreldra og forráðamenn barna. Meðal annars var fjallað um lykilatriði skyndihjálpar, hvernig gera á að sárum, stöðva blæðingu og þekkja helstu einkenni alvarlegra veikinda hjá börnum auk endurlífgunar.

Eftir námskeiðið fóru konurnar í heimsókn í Forvarnarhús Sjóvá. Þar voru þær fræddar um slysaforvarnir í heimahúsum og umferðinni og voru leystar út með gjöfum.

Leiðbeinandi á námskeiðinu var Margrét Halldórsdóttir en henni til aðstoðar voru Paola og Luciano sem sáu um spænska þýðingu.

21. feb. 2008 : Vel heppnuð æfingarferð skyndihjálparhópa

Það var oft handagangur í öskjunni hjá skyndihjálparhópum Reykjavíkurdeildar og ungmenna á Austurlandi í sameiginlegri æfingarferð þeirra um síðustu helgi í Alviðru í Ölfusi.

19. feb. 2008 : Lokaður vefur fyrir leiðbeinendur í skyndihjálp

Gert hefur verið nýtt og betrumbætt vefsvæði fyrir leiðbeinendur í skyndihjálp. Viðmótið á vefnum er persónulegra en áður og geta leiðbeinendur uppfært persónulegar upplýsingar

 

13. feb. 2008 : Viðurkenning fyrir björgunarafrek veitt á 112 deginum á Blönduósi

Rauða kross deildin í Austur Húnavatnssýslu afhenti Rúnari Þór Njálssyni viðurkenningu fyrir einstakt björgunarafrek á 112 deginum sl. mánudag.

13. feb. 2008 : Deildir kynntu skyndihjálp á 112 daginn

Margar deildir Rauða krossins tóku þátt í 112-deginum, sem fram fór síðast liðinn mánudag, með einum eða öðrum hætti. Flestar af deildunum sem tóku þátt heimsóttu skólana á sínu heimasvæði og afhentu þeim skyndihjálparveggspjaldið Getur þú hjálpað þegar á reynir?sem Rauði krossinn, í samstarfi við N1, gaf öllum leik,- grunn,- framhalds- og háskólum í landinu. Sumar deildir kynntu skyndihjálp á fjölförnum stöðum og buðu gestum og gangandi að læra skyndihjálp eða endurlífgun. Nokkrar deildir veittu viðurkenningar til einstaklinga fyrir eftirtektarverða færni í skyndihjálp sem varð til þess að mannslífi var bjargað. Skyndihjálparmaður ársins 2007 var svo útnefndur við hátíðlega athöfn í Skógarhlíðinni í Reykjavík. Hér má sjá sýnishorn af því sem fór fram hjá deildum á 112-daginn:

Mikið var um dýrðir í andyri verslunarhúss Bónuss, Apóteks Vesturlands og Tölvulistans á 112-daginn þegar Rauði krossinn á Akranesi og sjúkraflutningamenn vöktu athygli þeirra sem leið áttu um húsið á neyðarnúmerinu og mikilvægi skyndihjálpar. Uppákoman hófst með stuttri athöfn þegar Skarphéðinn Magnússon, stjórnarmaður Akranesdeildarinnar, veitti Eiríki Kristóferssyni viðurkenningu fyrir skyndihjálparafrek á árinu 2007 en hann brást rétt og vel við í alvarlegu vinnuslysi í Norðuráli fyrir réttu ári síðan. Einnig tóku fulltrúar allra leikskóla og grunnskóla á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit og Fjölbrautaskóla Vesturlands á móti skyndihjálparveggspjaldinu. Að athöfn lokinni var boðið upp á blóðþrýstings- og blóðsykurmælingu, vegfarendum bauðst að spreyta sig við endurlífgun, börn fengu að skoða sjúkrabílana og skyndihjálpartöskur voru til sölu.

11. feb. 2008 : Bjargaði eiginkonu í hjartastoppi

Rauði kross Íslands hefur valið feðgana Sveinbjörn Grétarsson og Tómas Sveinbjörnsson sem Skyndihjálparmenn ársins 2007 fyrir rétt viðbrögð á neyðarstundu.

11. feb. 2008 : Viðbragðsaðilar minna á neyðarnúmerið á 112-daginn

112-dagurinn er í dag, 11. febrúar, en tilgangur hans er að minna á neyðarnúmerið og það víðtæka net björgunaraðila sem almenningur hefur aðgang að í gegnum það. Auk þess er unnt að hafa samband við barnaverndaryfirvöld um allt land í gegnum neyðarnúmerið, 112. Neyðarlínunni bárust um 266 þúsund neyðarsímtöl á síðasta ári og var í langflestum tilvikum beðið um aðstoð lögreglu og slökkviliða.

Efnt verður til móttöku í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð síðdegis í dag þar sem verðlaun í Eldvarnagetrauninni 2007 verða afhent og skyndihjálparmaður Rauða krossins útnefndur. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra flytur ávarp og Lögreglukórinn tekur nokkur lög fyrir gesti.

9. feb. 2008 : Skyndihjálp á 112-daginn

Í tilefni af 112-deginum sem haldinn verður mánudaginn 11. febrúar næstkomandi, á vegum viðbragðsaðila í björgun og almannavörnum um allt land, mun Rauði krossinn vekja sérstaka athygli á mikilvægi skyndihjálpar.

8. feb. 2008 : Allir skólar í landinu fá nýtt skyndihjálparveggspjald

Rauði krossinn, í samstarfi við N1, gefur öllum leik-, grunn-, framhalds- og háskólum landsins skyndihjálparveggspjaldið Getur þú hjálpað, þegar á reynir?