Skyndihjálparhópur á Norðurlandi æfa rétt viðbrögð
Skyndihjálparhópur deilda á Norðurlandi kom saman á Narfastöðum um síðustu helgi til æfinga og ekki síður til að hrista hópinn saman.
Í mörg horn að líta hjá leiðbeinendum í skyndihjálp
Leiðbeinendur í Skyndihjálp og björgun sóttu endurmenntunarnámskeið Rauða krossins í síðustu viku. Fjallað var meðal annars um neyðaráætlanir á sundstöðum og öryggi sundgesta. Námskeiðinu lauk með verklegum æfingum í Sundhöll Reykjavíkur og er óhætt að fullyrða að Sundhöllin var líklega öruggasta laug landsins það kvöldið. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Ólafur Ingi Grettisson og Finnbjörn Finnbjörnsson.
Annað endurmenntunarnámskeið tók við næsta dag fyrir leiðbeinendur í skyndihjálp. Að þessu sinni var megin áherslan lögð á umfjöllun um slysaforvarnir, tíðni, tegund og alvarleika slysa af ýmsu tagi.
Námskeiðin Börn og umhverfi standa yfir
Deildir Rauða krossins standa fyrir námskeiðinu Börn og umhverfi fyrir börn á aldrinum 12-15 ára. Á námskeiðinu, sem er 16 kennslustundir, er farið í ýmislegt er varðar umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, leiðtogahæfni, agastjórnun, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng.
Fjallað er um algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.
Frekari upplýsingar um námskeiðin eru hér á vefsíðunni undir liðnum á döfinni.
Rússneskt skyndihjálparnámskeið
Farið var í grunnatriði skyndihjálpar sem nauðsynlegt er að allir kunni til að geta veitt slösuðum eða sjúkum hjálp þar til aðstoð fagfólks berst. Til að mynda var farið í hvernig tryggja á öryggi á slysstað, hvernig meta á ástand slasaðra eða veikra, hvernig losa má aðskotahlut úr öndunarvegi, hvernig meðhöndla á áverka eins og blæðingar, höfuðhögg, mænuskaða, brunasár, beinbrot og liðáverka og alvarleg veikindi eins og brjóstverk, bráðaofnæmi, flogaveiki, sykursýki, öndunarerfiðleika og heilablóðfall. Verklegar æfingar voru auk þess framkvæmdar í endurlífgun og notkun hjartarafstuðtækja.
Foreldrar og dagmæður á skyndihjálparnámskeiði