18. ágú. 2008 : Er skyndihjálparveggspjald á þínum vinnustað?

Nýtt og endurbætt veggspjald Rauða krossins um skyndihjálp er komið út. Það sýnir á einfaldan hátt hvernig hægt er að bregðast við algengum slysum. Veggspjaldið ætti að hanga á vegg á hverjum vinnustað.

Veggspjaldið er af stærðinni A2 og kostar kr. 1.000 (1.245 m. VSK) auk póstsendingarkostnaðar. Það er einnig fáanlegt á pólsku og ensku.

Þú getur pantað veggspjaldið með því að senda póst á [email protected] eða hringja í Rauða krossinn í síma 5704000. Vinsamlegast taktu fram hversu mörg eintök þú vilt panta.