17. mar. 2009 : Sálræn skyndihjálp - leiðbeiningar um viðurkennt verklag á vettvangi

Handbók með leiðbeiningum í sálrænni skyndihjálp er komin út. Að henni standa stofnanir sem koma að skipulagningu sálræns stuðnings á Íslandi sem eru auk Rauða kross Íslands, Landsspítali, Landlæknisembættið, Þjóðkirkjan og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Um er að ræða íslenska þýðingu á leiðbeiningum sem þróaðar hafa verið af fjölda erlendra sérfræðinga sem sérhæfa sig í sálrænum stuðningi eftir alvarleg áföll. Um þýðingu sáu Dr. Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur og Þórunn Finnsdóttir sérfræðingur í klínískri sálfræði og er hún aðlöguð að íslenskum aðstæðum.