20. maí 2009 : Viltu taka þátt í Skyndihjálparhópi Ungmennadeildar Rauða krossins?

Skyndihjálparhópur Ungmennadeildar Rauða krossins í Reykjavík leitar að fólki sem hefur áhuga á að taka þátt í starfi hópsins. Nýir umsækjendur verða að sækja grunnnámskeið Rauða krossins þann 28. maí næstkomandi, sjá nánar hér, ásamt því að taka skyndihjálparnámskeið dagana 2.- 4. júní næstkomandi í Rauðakrosshúsinu Borgartúni 25.

Ef þú hefur áhuga á að vinna við skyndihjálp við fjölbreyttar aðstæður og gefa af þér, hafðu þá samband sem fyrst á netfangið [email protected] Þú getur einnig  sent Atla Erni og Oddnýju Björk frekari fyrirspurnir á sama netfang.