28. sep. 2009 : Rauði krossinn útskrifar 16 leiðbeinendur í sálrænum stuðningi

Haldið var fimm daga leiðbeinendanámskeið í sálrænum stuðningi sem lauk á laugardaginn. Þetta er í fimmta skiptið sem Rauði kross Íslands heldur slíkt námskeið. Útskrifuðust alls 16 leiðbeinendur af námskeiðinu en þeir koma víðsvegar af landinu.

Námskeiðið byggði á fyrirlestrum og verkefnavinnu. Í lokin voru nemendur látnir útbúa kennsluáætlun fyrir ímyndað námskeið og þurfa þeir að kenna ákveðinn hluta af því fyrir framan prófdómara. Til að öðlast full réttindi þurfa nemendur síðan að kenna eitt námskeið fyrir tiltekinn markhóp og senda prófdómurum öll gögn þar af lútandi. Námskeiðið gekk vel í alla staði þrátt fyrir langa daga og mikinn fróðleikspakka.

11. sep. 2009 : Íslenskir sérfræðingar þjálfa sjúkraflutningamenn í Palestínu

Tólf palestínskir sjúkraflutningamenn hafa nú lokið námskeiði í endurlífgunaraðferðum sem haldið var á vegum Rauða kross Íslands í höfuðborginn Ramallah á Vesturbakkanum. Seinna námskeiðið hefst á morgun og þar munu 13 sjúkraflutningamenn Rauða hálfmánans í Palestínu til viðbótar hljóta sömu þjálfun.

Námskeiðin eru eitt af þeim verkefnum sem Rauði kross Íslands stendur fyrir til aðstoðar palestínska Rauða hálfmánanum. Hildigunnur Svavarsdóttir skólastjóri Sjúkraflutningaskólans fer fyrir hópnum. Auk hennar eru tveir læknar, þeir Felix Valsson og Freddy Lippert, sem er frá Danmörku, og tveir sjúkraflutningamenn, þeir Lárus Petersen og Stefnir Snorrason sem sinna kennslunni. Um er að ræða tvö 20 tíma námskeið sem eru samkvæmt stöðlum evrópska endurlífgunarráðsins.

7. sep. 2009 : Sjúkraflutningamenn þjálfa palestínska kollega sína á vegum Rauða kross Íslands

Fjórir íslenskir sérfræðingar í endurlífgun héldu í morgun til Palestínu, þar sem þau munu þjálfa palestínska kollega sína í endurlífgunaraðferðum. Þjálfunin er eitt af þeim verkefnum sem Rauði kross Íslands stendur fyrir til aðstoðar palestínska Rauða hálfmánanum.

Hildigunnur Svavarsdóttir skólastjóri Sjúkraflutningaskólans fer fyrir hópnum en auk hennar munu tveir læknar, þeir Felix Valsson og Freddy Lippert, sem er frá Danmörku, og tveir sjúkraflutningamenn, þeir Lárus Petersen og Stefnir Snorrason, starfa að kennslunni. Um er að ræða tvö 20 tíma námskeið sem eru samkvæmt stöðlum evrópska endurlífgunarráðsins.