20. okt. 2010 : Nýjar leiðbeiningar í endurlífgun

Evrópska endurlífgunarráðið hefur nú gefið út nýjar leiðbeiningar í endurlífgun í stað þeirra sem komu út árið 2005 en nýjar leiðbeiningar eru gefnar út á fimm ára fresti. Eins og áður byggja leiðbeiningarnar á niðurstöðum nýjustu rannsókna á meðferð og árangri í endurlífgun.

Hér á vefnum má lesa fréttatilkynninguna vegna útgáfu nýju leiðbeininganna ef smellt er á „meira". Á sama stað má finna samantekt á íslensku um helstu breytingarnar frá síðustu leiðbeiningum.

Nánari upplýsingar má finna á vef Endurlífgunarráðs Íslands www.endurlifgun.is