Skyndihjálparhópur höfuðborgarsvæðisins tekur til starfa
Neyðarnefnd deilda Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu og Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R) hafa gert með sér samstarfssamning um starfsemi Skyndihjálparhóps.
Skyndihjálparhópurinn er tilraunaverkefni til þriggja ára og getur fólk allt frá 16 ára aldri tekið þátt í starfinu. URKÍ-R mun sjá um sjálfboðaliða hópsins á aldrinum 16-25 ára sem annast sjúkragæslu á viðburðum framhaldsskóla, en Neyðarnefnd heldur utan um starf fyrir sjálfboðaliða 23 ára og eldri sem standa munu fyrir fræðslu, kynningum og að draga úr skaða hjá ýmsum jaðarhópum í samfélaginu. Aðeins sjálfboðaliðar sem eru sjálfráða geta tekið þátt í gæslu og viðburðum, en ungt fólk á aldrinum 16-18 ára getur tekið þátt í æfingum og þjálfun. Allir sjálfboðaliðar Skyndihjálparhóps sem taka vaktir í gæslu og/eða viðburðum fara í inntökuviðtöl og fá góða skyndihjálparþjálfun.
Nýjar leiðbeiningar um grunnendurlífgun 2010
Evrópska Endurlífgunarráðið gaf þann 18. október út nýjar leiðbeiningar í endurlífgun. Leiðbeiningarnar byggja á alþjóðlegum vísindarannsóknum og sérfræðiráðgjöf og eru viðurkenndar um allan heim.
Til að standa faglega að útgáfu nýrra leiðbeininga í endurlífgun hér á landi hafa megin atriði nýju leiðbeininganna um grunnendurlífgun fullorðinna verið þýdd yfir á íslensku. Að útgáfunni standa Rauði kross Íslands, Endurlífgunarráð Íslands og Skyndihjálparráði Íslands.
Skyndihjálp á pólsku
Rauða kross deildir á Suðurlandi og Suðurnesjum býður þessa dagana pólskumælandi íbúum að sækja skyndihjálparnámskeið á pólsku. Nýverið var haldið námskeið á Selfossi sem var vel sótt. Rafal Figlarski sjúkraflutningamaður og skyndihjálparleiðbeinandi var kennari. Þátttakendur, sem allir voru Pólverjar og komu víða að af Suðurlandi, voru ánægðir með að geta sótt skyndihjálparnámskeið á sínu eigin tungumáli.
Næsta skyndihjálparnásmkeið á pólsku verður í Reykjanesbæ, þriðjudaginn 7. desember, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Suðurnesjadeildar Rauða krossins að Smiðjuvöllum 8.