2. sep. 2011 : Skyndihjálpartaskan komin í hús

Taskan með skyndihjálparvörum sem hefur verið uppseld um tíma er kominn aftur í sölu.  Skyndihjálpartaskan inniheldur allar nauðsynlegustu vörur sem nota má þegar komið er að slysi, og er því upplagt að hafa hana í bílnum, og við óhapp í heimahúsum. Henni fylgja leiðbeiningar um notkun og einfaldur slysavarnabæklingur.

Innihaldslýsing: Sótthreinsiklútar, sótthreinsuð grisja, sáraumbúðir, plástrar, skæri, brunagel, þrúgusykur, augnskol, flísatöng, öryggisnælur, heftiplástur, klemmuplástur, teygjubindi, grisjubindi, teygjunet, einnota hanskar, einnota kælipoki, ályfirbreiðsla, blásturshlíf, vasaljós, flauta og þríhyrna.