11. feb. 2014 : 112 dagurinn - fjölbreytt námskeið í Kópavogi

Í dag er 112 dagurinn (einn, einn, tveir ) og af því tilefni vill Rauði krossinn í Kópavogi vekja athygli á námskeiðum í skyndihjálp og mikilvægi þess að kunna skyndihjálp.  Með einu símtali í 112  er svo hægt að virkja á augabragði lögreglu, slökkvilið, almannavarnir, Landhelgisgæsluna, sjúkraflutninga, lækna og hjúkrunarfólk, hjálparlið Rauða krossins og björgunarsveitanna.

Með því að kunna skyndihjálp er hægt að aðstoða og jafnvel bjarga mannslífi og oftar en ekki er það einmitt einhver nákominn þér sem þarf á tafarlausri hjálp að halda vegna slyss eða skyndilegra veikinda. Þá viljum við vekja athygli á skyndihjálparappi Rauða krossins en það býður upp á kennslu í skyndihjálp á mjög aðgenginlegan hátt. Við hvetjum við þig lesandi góður  til að ná þér í appið í símann, niðurhalning á appinu er ókeypis og er að finna á http://skyndihjalp.is/

Námskeið í boði hjá Rauða krossinum í Kópavogi:

Almenn skyndihjálp. Þátttakendur læra grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað.

Slys og veikindi barna. Fjallað er um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Leiðbeint er í skyndihjálp við barnaslysum og áverkum af ýmsu tagi, endurlífgun barna, andlegum undirbúningi við komu barna á sjúkrahús.

Allar nánari upplýsingar um námskeiðin, appið og annað er tengist skyndihjálp er að finna á http://skyndihjalp.is/