Skyndihjálparhópur æfir á Narfastöðum

16. feb. 2010

Skyndihjálparhópur deilda á Norðurlandi kom saman í fyrsta skipti á árinu til æfinga um helgina að Narfastöðum í Reykjadal.

Settar voru upp æfingastöðvar fyrri daginn þar sem þátttakendur rifjuðu upp skyndihjálparkunnáttu sína. Ein stöð var tileinkuð endurlífgun, önnur ýmislegu varðandi öndun og súrefnisgjöf, á þeirri þriðju var æft hvernig standa skuli að flutningi á slösuðum og undirbúningi fyrir slíkt og fjórðu ýmsar mælingar eins og blóðþrýstingur, blóðsykur og hjartalínurit. Seinni daginn var settur upp slysavettvangur þar sem meðlimir æfðu rétt viðbrögð. Leiðbeinandi var Jón Knutsen, formaður Akureyrardeildar.

Eins og myndin sýnir er hópurinn búinn að eignast einkennis- og vinnufatnað og viljum við koma á framfæri þakklæti til þeirra aðila sem styrktu Rauða krossinn til kaupanna. Norðlenska gaf hópnum þorramat og var haldið þorrablót um kvöldið.

Sjá má fleir myndir hér: