Víkurdeildin hélt 112 daginn hátíðlegan

21. feb. 2012

112 deginum var að fagnað í Vík. Víkurdeild Rauða krossins, Björgunarsveitin, slökkviliðið, lögreglan og heilsugæslan stóðu saman að opnu húsi.

Byrjað var með hópkeyrslu í gegnum þorpið, með bláum ljósum og afskaplega miklum hávaða.
Ferðamennirnir við sjoppuna og Víkurprjón voru nokkuð skelkaðir þegar hersingin ók hjá, en þeir áttuðu sig fljótt og rifu upp myndavélarnar.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins sá um vöfflubakstur handa gestum og þátttakendum. Það var nokkuð góð mæting og vöfflurnar voru mjög vinsælar. Helga Halldórsdóttir ritar var öflug í steikingunni.

Á hópmyndinni eru flestir sem tóku þátt.