Fjölbreytt námskeið á höfuðborgarsvæðinu

14. jan. 2011

Samstarf deilda á höfuðborgarsvæðinu er alltaf að aukast og við skipulagningu dagskrár vorsins er leitast við að þjóna öllu svæðinu sem best. Nokkur námskeið eru haldin sameiginlega og þar má  nefna heimsóknavinanámskeið, grunnnámskeið Rauða krossins og kynningu á Genfarsamningunum.
Deildir svæðisins halda skyndihjálparnámskeið, 4 og 16 stunda, námskeið í sálrænum stuðningi og slysum og veikindi barna. Einnig er boðið upp á skyndihjálparnámskeið á ensku.

Sérsniðin námskeið fyrir sjálfboðaliða
Námskeið fyrir nýja sjálfboðaliða ýmissa verkefna eru einnig haldin reglulega og á næstunni verða haldin námskeið fyrir sjálfboðaliða í hælisleitendaverkefnum, Hjálparsímanum 1717, félagsvinum fólks af erlendum uppruna, Rauðakrosshúsunum, skyndihjálparhópi og viðbragðshópi.

Verkefni sjálfboðaliða eru fjölbreytt og gera ekki öll kröfu um þátttöku á námskeiðum, enda eru einhver þeirra þess eðlis að þar eru sjálfboðaliðar þjálfaðir sérstaklega. Allir sjálfboðaliðar eru þó eindregið hvattir til að sækja grunnnámskeið Rauða krossins þar sem fjallað er um markmið og störf hreyfingarinnar.

Nánari upplýsingar um námskeiðin og skráning á vefsíðunni með því að smella hér.