Skyndihjálpartaskan komin í hús

2. sep. 2011

Taskan með skyndihjálparvörum sem hefur verið uppseld um tíma er kominn aftur í sölu.  Skyndihjálpartaskan inniheldur allar nauðsynlegustu vörur sem nota má þegar komið er að slysi, og er því upplagt að hafa hana í bílnum, og við óhapp í heimahúsum. Henni fylgja leiðbeiningar um notkun og einfaldur slysavarnabæklingur.

Innihaldslýsing: Sótthreinsiklútar, sótthreinsuð grisja, sáraumbúðir, plástrar, skæri, brunagel, þrúgusykur, augnskol, flísatöng, öryggisnælur, heftiplástur, klemmuplástur, teygjubindi, grisjubindi, teygjunet, einnota hanskar, einnota kælipoki, ályfirbreiðsla, blásturshlíf, vasaljós, flauta og þríhyrna.

Verð töskunnar er 6.500 krónur.

Hafið samband við Rauða krossinn í síma 570 4000, netfang: central@redcross.is.