Fall og skyndihjálp

12. maí 2004

Í ítarlegri grein um fallslys á meðal aldraðra kemur fram að slík slys eru mjög algeng, sérstaklega þegar komið er yfir 65 ára aldurinn. Tíðni fallslysa er um það bil 30% hjá einstaklingum 65 ára og eldri en fer upp í 80% hjá einstaklingum sem eru eldri en 80 ára. Flest slysin eiga sér stað vegna flókins samspils innri og ytri þátta. Um það bil helming falla má tengja slysum og ytri þáttum ss. hálum gólfum og hinn helminginn innri þáttum ss. veikleika í neðri útlimum, göngrutruflunum eða áhrifum lyfja eða bráðra sjúkdóma. Almenningur lítur á fall sem slys eða atburð sem er ófyrirsjánlegur og því eitthvað sem ekki er hægt að koma í veg fyrir. Í raun er fall skilgreint sem samsafn öldrunareinkenna sem krefjast ítarlegs mats á einstaklingnum og í kjölfarið meðhöndlunar.

Tíðni og áhrif falls
Um 30-50% falla krefjast lítillar sem engrar meðhöndlunar. Þó eru um 1% falla sem enda með mjaðmagrindarbroti, 3-5% með einhvers konar beinbroti og um 5% enda í alvarlegum mjúkvefjaáverkum. Í USA eru um 10.000 dauðsföll ár hvert sem má rekja til falls hjá öldruðum og mikill meirihluti er tengdur mjaðmagrindarbrotum. Fall er eins og áður segir flókið samspil innri og ytri þátta, innri þættir eru þeir sem tengjast eðlilegri öldrun einstaklinga, sjúkdómum eða lyfjum. Má þar nefna skerðingu á sjón og heyrn, breytingu á jafnvægisskyni, ýmsum sjúkdómum, s.s. liðagigt, hjarta- og æðasjúkdómum og heilablóðfalli. Einnig áhrifum lyfja, s.s. róandi lyfja og þunglyndislyfja og blóðþrýstingslyfja.

Ytri þættir eru ekki síður það sem horfa þarf til þar sem þeir tengjast nánasta umhverfi einstaklingsins. Má þar nefna lélega lýsingu, lausar mottur, hál gólf og misháa þröskulda, húsgögn sem eru of lág eða of há, tröppur sem eru án handriðs og baðkar sem ekki er með handföngum.


Algengar orsakir falls hjá eldri einstaklingum
· Slys (50%)
· Veikleiki í neðri útlimum
· Gönguröskun 
· Tengt áhrifum lyfja (10 til 20%) 
· Fall sem afleiðing af bráðum sjúkdómum (10 til 20%)

Borið saman við börn þá eru eldri einstaklingar sem detta 10 sinnum líklegri til að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús og 8 sinnum líklegra er að þeir deyi af völdum fallsins.

Þó að fall sé algengt meðal aldraðra er ýmislegt hægt að gera til að draga úr alvarlegum áhrifum fallsins. Með því að meðhöndla eða fyrirbyggja þá þætti sem mestu máli skipta í umhverfinu og tengdum almennu ástandi einstaklingsins má koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar. Huga þarf að öryggi innan heimilis og að almennu heilbrigði einstaklingsins.

Unnið upp úr grein efir KENNETH K. STEINWEG, M.D.
aðstoðar prófessor í heimilislækningum og öldrunarlækningum.

Nánar um höfundinn: KENNETH K. STEINWEG, M.D. is assistant professor of family medicine, director of the geriatric division and geriatric fellowship director at East Carolina University School of Medicine, Greenville, N.C. Dr. Steinweg received a medical degree from the University of North Carolina at Chapel Hill School of Medicine and completed a residency in family medicine at Womack Army Medical Center, Fort Bragg, N.C., and a geriatric fellowship at East Carolina University. He has been a program director for two family medicine residency programs.

Skyndihjálp vegna fallslysa tengist að mestu meðhöndlun beinbrota og að koma í veg fyrir frekari afleiðingar slysa.

Mjaðmagrindaráverkar
Til að komast að því hvort mjaðmagrindin er brotin má þrýsta varlega niður og inn við mjaðmarspaðana (efst á mjaðmagrindinni). Ef grindin er brotin veldur það sársauka.

Hvað skal gera?
· Stöðva blæðingu.
· Forðast alla hreyfingu. Ef hnén eru beygð er gott að setja eitthvað undir þau þeim til stuðnings.
· Láta hinn slasaða liggja á stöðugu yfirborði.
· Leita læknishjálpar.
· Varúð: Ekki velta hinum slasaða. Það gæti valdið frekari innvortis meiðslum. Ekki hreyfa hinn slasaða nema í neyð. Ef þess er kostur skal bíða komu sjúkraflutningamanna.


Binbrot
Beinbrot merkir brot eða sprungu í beini og beinbrot skiptast í tvo flokka:
· Lokað brot er það þegar húðin er heil og engin sár nærri brotstaðnum.
· Opið brot er það þegar húðin hefur skaddast eða rofnað. Því gæti valdið beinendi sem rekist hefur út í gegnum húðina eða högg sem á hana hefur komið samtímis því að beinið brotnaði. Ekki sést alltaf í beinið í sárinu.

Hver eru einkennin?
Erfitt getur verið að sjá hvort beinið er brotið. Ef þú ert í vafa skaltu bera þig að eins og það væri brotið. Notaðu BOVA (Bólga, Opið sár, Verkir, Aflögun).
· Bólga af völdum blæðingar gerir fljótt vart við sig eftir beinbrot.
· Opið sár gæti verið merki um beinbrot.
· Verkja verður gjarnan aðeins vart á áverkastaðnum. Hinn slasaði getur oftast bent á staðinn þar sem hann finnur til. Góð aðferð við að kanna hvort um beinbrot sé að ræða er að renna fingrum varlega eftir beinunum.
· Kvörtun um sársauka eða eymsli er traust merki um beinbrot.
· Aflögun er ekki alltaf sýnileg. Berðu skaddaða líkamshlutann saman við hinn óskaddaða.

Önnur einkenni eru meðal annars:
Minnkaðrar hreyfigetu gætir stundum og stundum ekki. Ef hreyfing skapar sársauka neitar hinn slasaði oft að hreyfa skaddaða líkamshlutann. Stundum getur hann þó hreyft brotinn útlim með litlum eða engum sársauka.
Skraptilfinningin getur fylgt því, og það jafnvel heyrst, þegar brotnir beinendar nuddast saman. Ekki hreyfa hinn skaddaða útlim til að kanna hvort hann sé brotinn. Áverkasagan gæti vakið grun um beinbrot. Hinn slasaði gæti jafnvel hafa heyrt eða fundið beinið brotna.

Hvað skal gera?
·
Huga að öndunarvegi, öndun, blóðrás og hreyfigetu. Jafnvel opin brot valda sjaldnast bráðri lífshættu.
· Verja hinn slasaða gegn losti.
· Kynna sér hvað gerðist og hvar áverkinn er.
· Fjarlægja varlega fatnað af áverkasvæðinu. Klipptu föt ef nauðsyn krefur.
· Horfðu (á útliminn), hlustaðu (á sjúklinginn) og þreyfaðu (eftir aflögun) þegar þú ætlar að skoða útlim.
· Horfðu á áverkastaðinn. Bólga og mar, sem þýðir að blætt hafi inn í vefinn, gæti ýmist stafað af skemdum á beininu eða nálægum vöðvum og æðum. Stytting úlims eða mikil aflögun (sveigja), aflögun við liðamót og snúningur í andstöðu við hinn útliminn eru allt merki um beináverka. Skurður eða jafnvel lítið gat nærri beinbrotinu telst til opinna brota.
· Hlustaðu á sjúklinginn.
· Þreifaðu áverkasvæðið. Sé brotið ekki sýnilegt skaltu þreifa varlega á beininu eftir aflögun, verkjum og bólgu.
· Kannaðu blóðstreymi og taugar. Notaðu BTH (blóðrás, tilfinning og hreyfilgeta) til að minna þig á hvað gera skal.
· Blóðrás. Þreifaðu úlnliðspúlsinn (þumalfingursmegin á úlnliðnum) þegar um handleggsáverka er að ræða en sköflungspúlsinn (milli innanverðs ökklabeinsins og hásinar) ef um áverka á fæti er að ræða. Skortur á púlsi í handlegg eða fæti er glöggt merki þess að læknisaðgerðar sé tafarlaust þörf.
· Tilfinning. Snertu eða kreistu varlega tær hins slasaða eða fingur og spurðu hann hvernig tilfinningin sé.
· Skyntap er merki um tauga- eða mænuskaða.
· Hreyfing. Kannaðu hvort um tauga- eða sinaskaða sé að ræða með því að biðja hinn slasaða að hreyfa tær sínar eða fingur ef ekki eru á þeim neinir áverkar.
· Stærstu æðar útlimanna liggja víða nærri beini og því er hætta á því eftir beinbrot að beinendarnir rjúfi þær eða klemmi. Vefir handleggja og fóta geta ekki lifað án stöðugs blóðstreymis í meira en tvær til þrjár klukkustundir. Slíkt krefst því tafarlausrar læknishjálpar.
·Notaðu HVÍL-aðferðina (Hvíld, Vafningur, Ís, Lyfta).
· Notaðu spelkur til að skorða brotið.

Háls- og hryggáverkar

Hver eru einkennin?
Höfuðáverkar eru jafnan vísbending um hryggáverka því hryggnum er hætta búin ef höfuðið kastast skyndilega til.

Einkennin eru:
·
Sársauki við að hreyfa handleggi eða fætur.
· Tilfinningaleysi, dofi, máttleysi eða sviði í handleggjum eða fótum.
· Skert stjórn á þörmum og blöðru.
· Lömun á handleggjum eða fótum.
· Aflögun á hálsi og skakkt höfuð.
· Spyrja skal fólk með meðvitund eftirfarandi spurninga:

Ertu með verki?
Við áverka á háls (hálsliði) leiðir sársauka út í upphandleggina, við áverka á efri hluta baksins (brjóstliði) fram í rifin og við áverka á mjóbakið niður í fæturna. Hinn slasaði líkir gjarnan sársaukanum við "straum".
Geturðu hreyft fæturna? Biddu hinn slasaða að þrýsta fæti í hönd þér. Geti hann það ekki eða sé átakið mjög máttlaust geæti hann verið með háls- eða hryggáverka.
Geturðu hreyft fingurna? Geti hann það er það merki um að taugasímar séu heilir. Biddu hinn slasaða að kreista hönd þína. Sé grip hans kröftugt eru hryggmeiðsl ólíkleg.

Sé hinn slasaði meðvitundarlaus skal gera eftirfarandi:
·
Huga að skurðum, marblettum og aflögunum.
· Prófa viðbrögðin með því að klípa hönd viðkomandi (annaðhvort lófann eða handarbakið) og beran fót (ilina eða ristina). Skortur á viðbrögðum gæti verið merki um hryggáverka eð adjúpt meðvitundarleysi.
· Spyrja sjónarvotta hvað hafi gerst. Sértu eftir sem áður ekki viss hvort um hryggáverka gæti verið að ræða skaltu gera ráð fyrir að svo sé þar til annað sannast.
· Áverkasaga getur oft gefið hugmynd um hvort viðkomandi hafi háls- eða hryggáverka. Gott dæmi er einstaklingur sem stingur sé með höfuðið á undan ofan í grunna laug.

Hvað skal gera?
· Kannaðu og fylgstu síðan með öndunarvegi, öndun, blóðrás og virkni. Sé viðkomandi meðvitundarlaus opnaðu þá öndunarveginn.
· Skorðaðu hinn slasaða með einhverri eftirtalinna aðferða og biddu hann, hvaða haðferð sem þú notar, að hreyfa sig ekki.
· Gríptu um viðbein hins slasaða og herðavöðva og skorðaðu svo höfuð hans milli framhandleggja þér. Haltu haltu höfði hans og hálsi þannig kyrrum þar til sjúkrabíll kemur á vettvang.
· Gríptu um höfuð hins slasaða fyrir ofan eyrun og haltu bæði því og hálsinum kyrrum þar til hjálpin berst.
· Ef vænta má langrar biðar eftir sjúkrabíl eða þú þreytist á að halda höfðinu kyrru skaltu krjúpa með höfuð hins slasaða milli hnjánna eða leggja eitthvað beggja vegna við það til að hindra að það velti til og frá.

Varúð: Ekki
Hreyfa hinn slasaða, jafnvel þótt hann liggi í vatni. Komdu í veg fyrir ofkælingu. Bíddu komu sjúkraflutningamanna þeir hafa réttu þjálfunina og búnaðinn. Leiki grunur á því að hinn slasaði sé með hryggáverka þarf hann að fara strax í hálskraga og verða skorðaður sem fyrst á bakbretti. Betra er að gera ekkert en að meðhöndla fólk með háls- og hryggáverka rangt.