„Hann getur ekki andað" hvað á ég að gera?

1. des. 2004

Þú ert með matarboð og einn gestanna verður fyrir því óláni að matarbiti hrekkur ofan í hann. Hann getur ekki talað, andað né hóstað og blánar í framan. Hvernig bregst þú við?

Í þeim tilfellum sem viðkomandi getur hóstað skaltu hvetja hann til þess. Ekki slá á bak hans á meðan. Hóstinn er áhrifaríkasta aðferðin til að losa aðskotahlut sem lokar öndunarvegi að hluta. Ef viðkomandi getur ekki talað, hóstað eða andað, skaltu bregðast skjótt við:

-Stattu aftan við viðkomandi og gríptu um kvið hans rétt fyrir ofan nafla.
-Krepptu hnefa annarrar handar og gríptu um hnefann með hinni hendinni. 
- Þrýstu snöggt inn á við og upp. 
- Endurtaktu ferlið þar til aðskotahluturinn hrekkur út eða sérhæfð aðstoð berst. 
- Ef viðkomandi missir meðvitund skaltu hringja strax í 112 og hefja endurlífgun:

Notaðu blástursaðferð
- ef einstaklingur andar ekki.
Veittu hjartahnoð
-ef ekkert lífsmark finnst.

Blástursaðferð og hjartahnoð
Opnaðu öndunarveg með því að sveigja höfuðið aftur.
Leitaðu að lífsmarki, öndun eða hreyfingum.
Klemmdu fyrir nef og blástu í munn.
Blástu rétt þannig að þú sjáir brjóstkassann lyftast.
Hnoðaðu á miðjan brjóstkassa með beinum handleggjum.
Haltu áfram að blása og hnoða á víxl þar til sjúkrabíll kemur.


Hjartahnoð eingöngu gerir líklega jafn mikið gagn ef þú
 treystir þér ekki til að beita blástursaðferð.


Hnoðtaktur - 100x á mínútu
Fullorðnir   Blása:Hnoða    
      2:15
Börn    Blása:Hnoða
      1:5