Nýir staðlar í skyndihjálp

5. des. 2005

Þann 28. nóvember kynnti Evrópska endurlífgunarráðið (ERC) nýja staðlar í endurlífgun fyrir börn og fullorðna. Fyrir þá sem hafa áhuga á því að kynna sér þessa nýju staðla má finna allar upplýsingar á heimasíðunni http://www.erc.edu/

Árið 2006 mun Rauði kross Íslands endurskoða og laga allt sitt námsefni að nýjum stöðlum. Forgangsatriði verður að uppfæra kennsluglærur en stefnt er að því að ljúka endurskoðun á skyndihjálparbókum og öðru kennsluefni fyrir árslok 2006.