Margt var um að vera á Siglufirði í gær, í tilefni 112 dagsins.

12. feb. 2013

Rauði krossinn á Siglufirði tók þátt í hátíðarhöldum 112 dagsins. Æfð var rýming í báðum Grunnskólahúsunum á Siglufirði og opið hús í Slökkvistöðinni, þar sem fólk mátti skoða bíla og tæki. Auk þess voru við slökkvistöðina bílar, vélsleðar og menn frá Björgunarsveitinni Strákum.
Sjúkrabíll var á staðnum til sýnis og voru tekin lífsmörk hjá nokkrum gestum, þ.e.a.s. blóðþrýstingur, púls, súrefnismettun og blóðsykur.

Allmargir gestir litu við hjá Rauða krossinum, þáðu kaffi eða safa og kökur.

Hægt er að sjá myndir á vef siglo.is