Skyndihjálpin vinsæl

15. jan. 2014

Vel hefur verið sótt í öll skyndihjálparnámskeið Rauða krossins í Reykjavík að undanförnu, svo vel að þurft hefur að bætur við auka námskeiði í febrúar, sem verður kennt á ensku.

Mikil eftirspurn er eftir skyndihjálparfræðslu og má þakka eftirspurnina aukinni vitundarvakningu og umræðu í samfélaginu þ.e. hve mikilvæg og gagnleg skyndihjálparkunnáttan er. Uppselt var á öll 12 tíma skyndihjálparnámskeið Rauða krossins í Reykjavík haustönn 2013 og allt bendir til þess að vorönnin 2014 verði svipuð.

Þá má einnig þakka nýju skyndihjálpar appi Rauða krossins fyrir auknum áhuga en margir sem hafa kynnt sér appið hafa tekið skrefið lengra og skráð sig á námskeið hjá Rauða krossinum.

Öll námskeið Rauða krossins má finna hér þar sem auðvelt er að skrá sig á næsta námskeið.