Skyndihjálparmaður ársins valinn á 112 degi

10. feb. 2005

Skyndihjálparmenn ársins á síðasta ári, þær Kolfinna Jóna og Sigrún Guðbjörg ásamt Atli Reynir sem þær björguðu svo frækilega.
Skyndihjálparmaður ársins verður valinn á 112 degi sem haldinn er í fyrsta sinn á Íslandi í Smáralindinni á föstudaginn.

Þegar á bjátar höfum við aðgang að geysilega öflugu neti viðbragðsaðila og hjálparliðs í gegnum eitt samræmt neyðarnúmer fyrir landið og miðin ? 112. Með einu símtali í 112 er unnt að virkja á augabragði lögreglu, slökkvilið, almannavarnir, Landhelgisgæsluna, sjúkraflutningamenn, lækna, hjálparlið sjálfboðaliða og barnaverndarnefndir. Yfir 300 þúsund erindi bárust 112 á síðasta ári.

Árangur af starfi þessara aðila byggir á hraða, samvinnu og skipulagi. Þeir taka höndum saman um að kynna starfsemi sína föstudaginn 11. febrúar þegar 112 dagurinn er haldinn á Íslandi í fyrsta sinn. Gert er ráð fyrir að 112 dagurinn verði árviss viðburður og beri upp á 11. febrúar ár hvert.

Fjölbreytt dagskrá í Smáralind
Viðamikil dagskrá verður í Smáralind í Kópavogi kl. 14-18, annars vegar í göngugötunni og hins vegar á bílaplaninu að norðanverðu, við Smárabíó. Þyrla Landhelgisgæslunnar sýnir meðal annars björgun og lendir á bílaplaninu kl. 15.00.

Tilkynnt verður um val á Skyndihjálparmanni ársins kl. 14:40. Tilgangurinn með því að velja Skyndihjálparmann ársins er að vekja athygli á mikilvægi þekkingar í skyndihjálp. Veitt er viðurkenning fyrir að beita réttum aðferðum á slysstað og þannig bjarga lífi eða koma í veg fyrir alvarlegri afleiðingar slyss. Þetta er í fjórða sinn sem veitt er viðurkenning af þessu tagi.

Á síðasta ári urðu fyrir valinu tvær tíu ára stúlkur úr Garðinum fyrir að bjarga lífi lítils drengs. Stúlkurnar, Kolfinna Jóna Baldursdóttir og Sigrún Guðbjörg Magnúsdóttir, fengu viðurkenninguna fyrir frækilega frammistöðu og að sýna mikla hetjulund þegar Atli Reynir, 6 ára bróðir Kolfinnu, skarst illa á upphandlegg svo að slagæð fór í sundur.

Dagskrá dagsins:
Göngugatan:
kl. 14.00 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra flytur ávarp
kl. 14.10 Skyndihjálparmaður Rauða krossins 2004
kl. 14.20 Verðlaun í Eldvarnagetraun LSS 2004
kl. 14.30-18.00:
? Sjúkraflutningamenn sýna búnað og mæla blóðsykur gesta
? Sýnikennsla í skyndihjálp
? Björgunarsveitarmenn sýna búnað sinn
? Tækjabíll umferðardeildar ríkislögreglustjórans
? Kynning á starfsemi 112 og viðbragðsaðila
? Útkall 2004 ? ljósmyndasýning
? Bein vefútsending frá varðstofum 112 og Fjarskiptamiðstöðvar lögreglu og frá tækjasýningu á bílaplani á 112.is og rls.is

Stórbrotin tækjasýning á bílaplaninu við Smárabíó
kl. 15.00-18.00 verða þyrla, sjúkrabíll, slökkvibíll, björgunarbíll, vettvangsstjórabíll lögreglu, sprengjubíll Landhelgisgæslunnar og vélmenni til sprengjueyðingar til sýnis.
kl. 15.00 Landhelgisgæslan og SHS sýna björgun sjúklings í þyrlu.
kl. 16.00 SHS sýnir björgun fólks úr bílflaki með klippum og glennum.
kl. 17.00 Landhelgisgæslan og SHS sýna björgun sjúklings í þyrlu.

Opið hús víða um land
Fjöldi viðbragðsaðila víða um land býður almenningi í heimsókn eftir hádegi. Almenningi gefst þá kostur á að ræða við starfsmenn og skoða margvíslegan búnað. Gestum verður víða boðið upp á hressingu.

? Björgunarmiðstöðin Skógarhlíð kl. 14-18
? Slökkvistöðin á Sauðárkróki kl. 14-18
? Slökkvistöðin á Ísafirði kl. 14-18
? Slökkvistöðin á Akureyri kl. 14-18
? Slökkvistöðin í Keflavík kl. 14-18
? Lögreglan á Akureyri kl. 14-18
? Lögreglan í Vestmannaeyjum 14-17
? Lögreglan á Sauðárkróki kl. 14-18
? Lögreglan á Blönduósi 14-16
? Lögreglan og fleiri á Húsavík 13-18


Nánari upplýsingar:
Garðar H. Guðjónsson verkefnisstjóri í síma 895 5807, [email protected].