Börn og umhverfi

10. nóv. 2006

Námskeiðið börn og umhverfi þar sem fjallað er um þroska barna, slysahættur í umhverfinu, umhverfi barna, slysavarir og skyndihjálp, hefur um árabil verið eitt vinsælasta námskeið Rauða kross Íslands.

Á hverju ári halda deildir um allt land slík námskeið fyrir ungmennin á sínu svæði og eru námskeiðin oftar en ekki fyrstu kynni þátttakenda af starfi Rauða krossins.