Skyndihjálparhópur ungmenna á Egilsstöðum

3. maí 2007

Stofnaður var skyndihjálparhópur ungmenna í vegaHúsinu á Egilsstöðum 25. apríl á vegum Héraðs- og Borgarfjarðardeildar Rauða kross Íslands.

Jón Brynjar Birgisson svæðisfulltrúi höfuðborgarsvæðis og Viðar Arason verkefnisstjóri skyndihjálparhóps ungmenna hjá Reykjavíkurdeild fóru yfir undirstöðuatriði í skyndihjálp og kynntu út á hvað verkefnið gengur.  

Tilgangurinn með starfinu er að sjá um sjúkragæslu á böllum á Egilsstöðum og nágrenni. Hópurinn mun starfa eftir grundvallarmarkmiðum Rauða kross hreyfingarinnar um óhlutdrægni og hlutleysi sem merkir að hópfélagar taka ekki þátt í illdeilum og gera ekki upp á milli þess fólks sem þarfnast aðstoðar.