Upprifjun og verklegar æfingar

6. nóv. 2007

Skyndihjálparhópur deilda á Norðurlandi kom saman nú um helgina í fyrsta sinn eftir sumarfrí. Leiðbeinandi að þessu sinni var Jón Knutsen.
 
Í fyrstu sögðu þau Helga Jóhannsdóttir og Jón Þorsteinn Sigurðsson frá upplifun sinni af því að taka þátt í flugslysaæfingunni á Sauðárkróki síðast liðið vor og hvernig sú þjálfun sem þau hafa fengið skilaði sér.
 
Síðan var lagt fyrir mannskapinn upprifjunarpróf þar sem tekið var fyrir  það efni sem kennt hefur verið fram að þessu. Að því búnu var farið yfir prófið og sammælst um rétt svör. Heilt yfir vorum menn bara ágætlega sáttir við útkomuna.
 
Að lokum var farið í verklegar æfingar, þar sem þátttakendur æfðu sig í undirbúningi flutnings á slösuðu fólki þar sem grunur var á að um hrygg- og hálsáverka væri að ræða. Áveðið að hittast næst í janúar.